- Advertisement -

Trump er siðblindur

Hann beitir keimlíkum aðferðum og verstu þjóðarleiðtogar veraldar hafa beitt.

Hallgrímur Óskarsson skrifar:

Trump er siðblindur (sociopath) sem rífur niður þau gildi sem binda þjóðfélög saman. Að auki er hann gersneyddur öllu því sem er heillandi í fari fólks; les ekki bækur, hefur engan áhuga á að skilja eða fá heildaryfirsýn á málefni, á enga trausta vini, er með öllu laus við heilindi og ráðvendni, þekkir ekki til orðheldni, er ófær um að sýna samúð, hvað þá hluttekningu, skilur ekki tryggð, hefur enga samvisku og á ekki til hugrekki í sínu fari. Hann kann bara tuddahátt og frekju til að ná sínu fram og hefur alla tíð notar blákaldar lygar til að smyrja sig inn í kreðsur. Veit ekki hvað mannasiðir eru, skilur ekki dyggðir og mikilvægi þeirra í mannlegu samfélagi og hefur ekkert dýpi í sinni vitund til að ná utan um hvað almennt siðferði er. Hefur engan áhuga á neinu sem snýr að öðru en honum sjálfum. Nánir samstarfsmenn eru settir í fangelsi, látnir taka sök. Heiður, sæmd, tign og reisn eru allt gildi sem lýsa andstæðum þess sem Donald Trump stendur fyrir. Hann beitir keimlíkum aðferðum og verstu þjóðarleiðtogar veraldar hafa beitt til að ná völdum og viðhalda þeim. Slíkt endar ávallt með ósköpum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: