- Advertisement -

Tryggingastofnun leiðréttir í lok ágúst

obi.is: Alþingi samþykkti eins og kunnugt er, frumvarp félags og barnamálaráðherra um lækkun skerðinga bóta vegna annara tekna lífeyrisþega. Breytingin var afturvirk, og gildir frá 1. janúar 2019. Tryggingastofnun hefur nú tilkynnt að í síðustu viku ágústmánaðar, munu þeir sem rétt eiga á hækkun greiðslna vegna fyrstu átta mánaða ársins,  fá þær greiðslur.

Tekjuviðmið breytast þannig að 65% af skattskyldum tekjum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hafa nú áhrif á útreikninginn í stað 100% áður. Aldurstengd örorkuuppbót hefur nú 50% vægi í stað 100% áður. Bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, aðrar en aldurstengd örorkuuppbót, hafa áfram 100% vægi. 

Öryrkjabandalag Íslands lítur á þessa lagabreytingu sem hænuskref í þá átt að afnema að fullu þá skerðingu sem króna á móti krónu, nú 65 aurar á móti krónu er, og veltir áfram fyrir sér hvers vegna svo erfiðlega gangi að fá ríkisstjórn til að afnema að fullu þessa skerðingu. Aðeins þannig er fötluðu fólki opnuð leið inn á vinnumarkaðinn án þess að þurfa að kaupa sig inn á hann.

Skerðing er áfram til staðar, bara aðeins minni. ÖBÍ brýnir stjórnvöld til að stíga skrefið til fulls og afnema skerðinguna að fullu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: