- Advertisement -

Tvöfeldni atvinnurekenda

Eina sem atvinnurekendur leggja til er verkfall.

 Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Óánægðir starfsmenn auka á rekstrarkostnað á marga vegu. Afleiðingin er verri afkoma fyrirtækja og almenn sóun á gæðum. Þetta eru ekki nýjar upplýsingar heldur margrannsakaðar staðreyndir. Og líka bara almenn skynsemi.

Það er því sérkennilegt að atvinnurekendur hafa ekkert annað til málanna að leggja en verkfall. Frammistöðuvandi Halldórs Benjamíns, fyrirliða Samtaka atvinnurekenda, er ærinn. Árangursleysið við samningaborðið er á góðri leið með að koma af stað hrinu gjaldþrota hjá íslenskum fyrirtækjum.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það er mikil tvöfeldni að heimta aukna framleiðni, en vilja svo ekki borga laun sem duga til framfærslu.  Launþegi sem nær endum saman og rúmlega það er ánægðari en sá sem ströglar. Þetta vita allir nema Halldór Benjamín.

Aukin starfsánægja leiðir til vaxandi framlegðar. Atvinnurekendur hafa lengið básúnað þörfina á meiri framlegð. Þeir standa núna frammi fyrir dauðafæri, en fyrirliðinn heldur áfram að skjóta fram hjá. Hittir hann ýmist í hornfánann eða upp í stúku. Hann hlýtur að vera í krummafót. Þannig leikmenn eru venjulega teknir útaf. Með því að borga laun sem duga til almennrar framfærslu þá græða fyrirtækin meira.

Það er mikil tvöfeldni að heimta aukna framleiðni, en vilja svo ekki borga laun sem duga til framfærslu.  Launþegi sem nær endum saman og rúmlega það er ánægðari en sá sem strögglar. Þetta vita allir nema Halldór Benjamín.

Það er margt annað sem batnar með aukinni starfsánægju. Þar má nefna að veltuhraði starfsmanna minnkar. Vinnuslysum fækkar. Fjarvistum frá vinnu fækkar. Orðspor eykst. Vörumerkjatryggð vex. Og það allra besta er að samkeppnishæfni Íslands færist upp á við. Það er í öfuga átt við það sem Halldór Benjamín er að draga landið í.

Þrátt fyrir hversu augljóst allt ofangreint er þá hringir það ekki neinum bjöllum hjá atvinnurekendum.

Sívaxandi þörf eftir starfsendurhæfingu hjá Virk hringir heldur ekki bjöllum. Árið 2018 var metár hjá Virk, en þá jókst ásóknin í starfsendurhæfingu um 6% frá fyrra ári. Mun fleirri bætast í hóp þeirra sem þurfa endurhæfingu en útskrifast frá Virk. Munar hér hvorki meira né minna en 43%. Meira en 52% allra hjá Virk er láglaunafólk. Síðan eru konur 66% allra sem sækja þar þjónustu. Er ekki kominn tími til að tengja og hætta tvöfeldninni.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: