- Advertisement -

Týra á lofti?

Jóhann Þorvarðarson:

Það sem vekur athygli er að kostnaður vegna húsnæðis er enn í mikilli sókn, sem sýnir að vaxtahækkanir Seðlabankans eru ekki að virka heldur beinlínis að valda aukinni verðbólgu á húsnæðismarkaði.

Nýr aflestur verðbólgumæla sýnir að verðhækkanir í maí voru 0,39 prósent samanborið við 0,77 prósent hækkun á sama tíma í fyrra. Þetta færir ársverðbólgu niður í 9,5 prósent samanber bláa súlan á myndinni, en hún er uppfærð frá því fyrr í þessum mánuði þegar við voru að velta fyrir okkur stöðu mála.

Í ágúst, september og nóvember á síðasta ári þá fengust aflestrargildi sem voru lægri en núna bara til að sjá túrbóinn á verðbólgueldflauginni fara á fulla ferð. Og vegna þess að sumarið þykist vera að koma að þá voru verðhækkanir í júní og júlí í fyrra miklar þannig að við skulum vera með varan á okkur. Einnig skulum við hafa hugfast að undirliggjandi verðbólga er mikil og að kjarasamningar fara á fullt í haust.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samt ekki vera með grillur því forsætisráðherra landsins viðurkennir aldrei mistök.

Það sem vekur athygli er að kostnaður vegna húsnæðis er enn í mikilli sókn, sem sýnir að vaxtahækkanir Seðlabankans eru ekki að virka heldur beinlínis að valda aukinni verðbólgu á húsnæðismarkaði. Þessi liður hækkaði um 1,3 prósent í maí og um meira en 28 prósent á heilu ári.

Einnig er eftirtektarvert að sjá að flutningar í lofti lækkuðu um 6 prósent eftir að hafa hækkað um 19 prósent í apríl. Þetta gæti verið vísbending um tvennt. Að slátturinn í komu erlendra ferðamanna sé ekki eins mikill og frekasti maður Íslands hefur haldið fram enda gefa ferðamannatölur á fyrstu mánuðum ársins vísbendingar um að fjöldi túrista í ár sé eftirbátur ársins 2018. Hins vegar gæti lækkun eldsneytisverðs hafa skilað sér út í farmiðann. Sjálfur hef ég síðan tekið eftir að leiguverð á minnstu gerð bílaleigubíla hefur haldist stöðugt í maí ef bílaleigan Avis er undanskilin. Verð á flugmiðanum og bílaleigu gæti aftur á móti tekið til við að hækka í sumar venju samkvæmt, en við skulum sjá til.

Vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni upp á 1,25 prósentustig er glappaskot að mínu mati og tel ég að bankinn hafi farið á taugum enn eina ferðina. Einnig er það gagnrýnisvert að bankinn hafi ekki dokað eftir tölum dagsins áður en ákvörðun um vaxtahækkun var tekin því nýjasti álesturinn er hughreystandi að mörgu leyti. Þær hefðu gefið bankanum tilefni til að halda að sér höndum í stað þess að seilast enn eina ferðina í vasa skuldugra heimila fyrir hönd auðvaldsins.

Peningastefnunefnd bankans kemur næst saman eftir þrjá mánuði. Ákvarðanatakarnir í nefndinni eru bara komnir í langt sumarfrí á blússandi launum þegar full ástæða er fyrir bankann að setja upp eigin gjörgæsludeild. Starfsmenn ættu að fylgjast grannt með verðbreytingum því nógu margir starfa hjá þessari svörtu stofnun. Það er eitthvað bogið og tímabært er að endurskoða mannvalið í æðstu stöðum bankans og skipan peningastefnunefndar. Aðilunum hefur mistekist enda hefur verðbólga daðrað við 10 prósenta verðbólgu í heilt ár. Samt ekki vera með grillur því forsætisráðherra landsins viðurkennir aldrei mistök. Og hún er ekki að fara byrja á því núna.        


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: