Fréttir

„Um verulegar fjárhæðir er um að ræða“

By Miðjan

December 20, 2019

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

„Þessum leiðréttingum er síður en svo lokið því eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá vann Verkalýðsfélag Akraness dómsmál fyrir Félagsdómi nýverið er laut að eingreiðslu tímakaupsfólks og er formanni kunnugt um að byrjað sé að reikna út þá leiðréttingu en ljóst er að sú leiðrétting mun nema hundruðum þúsunda. En dómur félagsdóms gerði það einnig að verkum að í ljós kom að sveitarfélög vítt og breitt um landið eru að reikna hlutfall af orlofs og desemberuppbótum vitlaust út en þau hafa einungis tekið tillit til dagvinnustunda en ekki alls vinnuframlags tímakaupsfólks.

Á þeirri forsendu hefur Verkalýðsfélag Akraness gert þá skýlausu kröfu að orlof-og desemberuppbætur verði leiðréttar 4 ár aftur í tímann hjá tímakaupsfólki en um verulegar fjárhæðir er hér um að ræða.“

https://vlfa.is/index.php/um-felagidh/annadh/frettir/item/2622-akraneskaupstadhur-hefur-thurft-adh-leidhretta-laun-fyrir-a-thridhjatug-milljona?fbclid=IwAR29M3fhGgJz32ZEys7Qo9M6Cv2NeA7MWAEqUWp_oObnFx_X4ohRQRlIdNQ