- Advertisement -

„Umhverfissinnar“ beita blekkingum

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

„Það hefur verið í tísku og þótt flott hjá alltof mörgum að vera á móti orkufrekum iðnaði.“

Það er bara eitt sem er óþolandi og það er að aðili eins og framkvæmdastjóri Landverndar skuli reyna vísvitandi að blekkja almenning.

Það er bláköld staðreynd að okkar stærsta framlag til umhverfismála er að við erum hér á landi að nota endurnýjanlega orkugjafa í orkufrekum iðnaði. En það hefur verið í tísku og þótt flott hjá alltof mörgum að vera á móti orkufrekum iðnaði.

Skoðum þetta örlítið álframleiðsla eykst á ári um 5%, enda mjög mikilvæg afurð sem notuð er í margvíslegum tilgangi meðal annars til að létta samgöngutæki til að draga úr mengun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Núna hefur þróunin verið sú að verið er að loka álverum í Evrópu og sem dæmi þá er búið að loka 11 álverum í Evrópu frá árinu 2007, Þessar framleiðslulokanir í Evrópu hafa gert það að verkum að þessi framleiðsla hefur flust að stórum til Kína. Í Kína eru álverin knúin áfram með kolum sem mengar tífalt meira, en okkar græna endurnýjanlega orka.  Það er rétt að geta þess að yfir 50% af öllu áli sem framleitt er í heiminum í dag er framleitt í Kína og það með kolum!

Maður hefur heyrt í mörgum umhverfissinnum öskra hátt og skýrt lokum þessum „skítugu“ stóriðjum. En hvað myndi gerast ef við myndum loka öllum orkufrekum iðnaði á Íslandi eins og er að gerast í Evrópu.  Ef orkufrekur iðnaður á Íslandi yrði allur fluttur til Kína þá færi mengunin úr 1,8 tonnum af CO2 í 18 milljónir tonna. Sem er 4,5 sinnum meira en öll kolefnislosun þjóðarinnar (samkvæmt kolefnisbókhaldi Hagstofunnar).

Værum við að leggja loftlagsvanda heimsins lið með því að nýta ekki okkar vistvænu grænu endurnýjanlegu orku til að framleiða þessa bráðnauðsynlegu afurð sem álið er?

Einnig vantar raforku til að tryggja öllum loðnubræðslunum raforku til að keyra allar loðnu-og síldarbræðslunnar áfram á raforku en ekki olíu.

Nei að sjálfsögðu ekki, og því segi ég það að eitt af okkar stærstu framlögum til umhverfismála er að hér erum við að knýja okkar orkufreka iðnað áfram með endurnýjanlegri orku okkur öllum til hagsbóta, ekki bara út frá hagfræðilegum ávinningi heldur einnig út frá kolefnislosun á heimsvísu.

Eftir að ég hef skoðað þessi mál þá er ég á þeirri skoðun að við ættum að virkja meira af vistvænni endurnýjanlegri orku og lagfæra hjá okkur flutningskerfið þannig að við getum raforkuvætt t.d. allar hafnir þar sem skemmtiferðaskipin leggjast upp að, enda gríðarleg mengun sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig með því að keyra kerfið hjá sér með olíu þegar þau liggja við höfn.

Einnig vantar raforku til að tryggja öllum loðnubræðslunum raforku til að keyra allar loðnu-og síldarbræðslunnar áfram á raforku en ekki olíu.

Já eina sem er óþolandi er þegar „umhverfissinnar“ reyna að blekkja almenning og neita að horfa á þessar staðreyndir, staðreyndir sem sýna að okkar vistvæna græna orka er okkar stærsta framlag til umhverifsmála!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: