- Advertisement -

Undirliggjandi þrýstingur í Bandaríkjunum

Jóhann Þorvarðarson:

Tala sumir jafnvel um að toppnum á Íslandi sé mögulega náð. Annað hvort hafa menn ekki unnið heimavinnuna sína sómasamlega eða hinir sömu eru fastir í löngun um að hlutirnir séu betri en raunin er. Sjálfur tel ég að óbreyttu að íslensk verðbólga fari í 12 prósent á næstu tveimur misserum.

Eins og á evru svæðinu þá er undirliggjandi verðbólga í Bandaríkjunum að færast í aukana. Álestrar verðlagsmæla staðfesta þróunina.

Þarlendur Seðlabanki lítur mjög til mælikvarðans sem sýnir verðbreytingar útgjalda heimila að undanskildum vörum sem teljast sveiflukenndar frá einum tíma til annars. Þar er átt við olíu og matvöru. Algeng álestrargildi sýna gjarnan verðhækkun á bilinu 0 til 0,3 prósent milli mánaða. Þetta breyttist með tilkomu kóvít-19 og er í dag títt að sjá álestur liggja á bilinu 0,3 til 0,6 prósent samanber myndin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálfur tel ég að óbreyttu að íslensk verðbólga fari í 12 prósent á næstu tveimur misserum.

Á sama tíma hefur væntingavísitala heimila í Bandaríkjunum verið á stöðugri niðurleið eða þar til nýlega. Fór mæligildi hennar úr 101 í febrúar 2020 og alveg niður í 50 í júní síðastliðinn. Vísitalan hefur sögulega séð gefið góðar vísbendingar um neysluvilja bandarískra heimila. Úr þessu samspili má lesa að það er ekki hægt að kenna einkaneyslu um aukna verðbólgu. Aðrir þættir um veröldina spila enn stórt hlutverk og keyra heimsverðin upp á við.

Af þessum ástæðum þá hefur Seðlabanki Bandaríkjanna verið heldur á bremsunni með sínar vaxtahækkanir enda gerir bankinn sér grein fyrir samhenginu um að hækkun vaxta mun ekki slá á umrædda þætti. Eða þannig var staðan þar til nýlega. Núna hefur bæði tónninn og aðgerðir bankans stigmagnast. Helst breytingin í hendur við hækkandi væntingavísitölu, en hún er komin upp í 58,6 stig. Þó það sé ekki hátt í sögulegu samhengi þá kemur viðsnúningurinn á sama tíma og undirliggjandi rekstrarkostnaður heimila er á hraðri uppleið. Togkraftarnir eru í sömu áttina.

Um leið og undirliggjandi verðbólga er á uppleið í Bandaríkjunum, á evru svæðinu og í Bretlandi þá fer ekki á milli mála að hagaðilar á Íslandi sýna af sér andvaraleysi gagnvart þróun verðlagsmála í kringum okkur. Tala sumir jafnvel um að toppnum á Íslandi sé mögulega náð. Annað hvort hafa menn ekki unnið heimavinnuna sína sómasamlega eða hinir sömu eru fastir í löngun um að hlutirnir séu betri en raunin er. Sjálfur tel ég að óbreyttu að íslensk verðbólga fari í 12 prósent á næstu tveimur misserum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: