- Advertisement -

Upp á hvað er Dagur borgarstjóri að bjóða?

Í dag þá er viðkomandi einstaklingur að reka sig með 101 þúsund krónur halla.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Dagur borgarstjóri telur sjálfur að hann spili gott mót nú um stundir gagnvart lægst launaða fólkinu og segir tilboð borgarinnar sögulegt. En hvað er verið að bjóða fólkinu? Skoðum það, en fyrst er ágætt að rifja upp að borgarstjóri sjálfur er með sirka 1,5 milljónir í ráðstöfunartekjur á mánuði. Við þetta bætast síðan ýmis hlunnindi eins og aðgangur að lúxusbifreið og ókeypis gæsabringur í matinn.

Samkvæmt launaseðli ófaglærðs starfsmanns í fullu starfi á leikskóla í RVK sem DV birti nýverið er viðkomandi með 249,101 krónur til ráðstöfunar samanber taflan hér að neðan. Samkvæmt tilboði Dags þá mun hann hafa 326.013 krónur 1. janúar 2022 eða eftir 2 ár. Í töflunni að neðan þá skoða ég barnlausan einstakling í leiguhúsnæði. Eingöngu er reiknað með því allra allra nauðsynlegasta sem þessi einstaklingur þarf til að lifa á út mánuðinn. Ekki er gert ráð fyrir neinum skakkaföllum eða að hann veiti sér nokkurn munað. Hann hangir  bara á horriminni á meðan Dagur smjattar á gæsasteikinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í dag þá er viðkomandi einstaklingur að reka sig með 101 þúsund krónur halla, en eftir tvö ár verður hallinn kominn niður í 24 þúsund krónur. Sem sagt, þrátt fyrir bólgnar yfirlýsingar um sögulegt tilboð þá ætlast borgarstjórinn til þess að einstaklingurinn reki sig áfram með halla eftir tvö á. Hér má ekkert út af bera og hef ég ekki tekið tillit til vaxtakostnaðar vegna framfærslulána hjá bönkum!

Þessi einstaklingur á rétt á húsaleigustyrk sem nemur að jafnaði 33 þúsund krónur á mánuði. Þannig að hann mun slefa yfir núllið í ársbyrjun 2022 ef hann gerir annað aukagat á beltið sitt. Þetta er jafnaðarmennska Dags B. í verki.

Fólkið sem elur börn borgarbúa upp er stanslaust að míga á sig af áhyggjum. Svo eru vinnuslit vaxandi vandamál sem leiðir til aukinna fjarvista. Þetta sýna tölur frá Virk. Hyggilegt er að bjóða betur því að á endanum næst fram meiri heildarsparnaður en sem nemur launahækkunum borgarinnar. Það verður að skoða heildarsamhengi hlutanna. Þannig tilboð veldur ekki höfrungahlaupi enda eiga allir rétt á að ná endum saman milli mánaðamóta.

Það er fleira en menntun sem kemur inn í ákvörðun launa og menntun er ekki altæk réttlæting fyrir tilteknu föstu launabili milli ófaglærðra og faglærðra. Þeir sem halda slíku fram eins og borgarstjóri gerir glíma við viðhorfshroka. Bill Gates hætti í skóla og er einn af ríkustu mönnum heims. Þannig að menntun er ekki allt. Ekki gleyma því. Sjálfur er ég með 6 ára háskólanám að baki frá þremur löndum og veit hvað ég tala um í þessum efnum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: