Greinar

Uppljóstrarinn Ási Friðriks

By Ritstjórn

December 20, 2019

Brynjar Níelsson leggur orð í belg:

Nú mun ég ekki eiga margt sameiginlegt með pírötum en þó erum við sammála um mikilvægi gagnsæis og að allt sé upp á borðum þegar kemur að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Þess vegna erum við að smíða lög um vernd uppljóstrara, sem er að verða einhver mikilvægasta stétt landsins.

Því komu mér á óvart heiftarleg viðbrögð pírata þegar uppljóstrarinn, Ási Friðriks, laumaði því til forseta Evrópuráðsþingsins að fulltrúi alþingis í Evrópuráðinu, sem að auki gegnir trúnaðarstörfum fyrir ráðið, hafi gerst brotlegur við siðareglur alþingis. Uppljóstrarinn taldi það mikilvægt þar sem Evrópuráðið hafi krafist að þjóðþing aðildarríkjanna settu sér siðareglur og brot gegn þeim ættu að hafa afleiðingar.

Sjálfum finnst mér merkilegast að fulltrúi okkar allra í Evrópuráðinu skyldi ekki upplýsa ráðið um þetta brot sitt. Jafnvel taka ábyrgð eins og krafan er um að aðrir geri.