- Advertisement -

Úr Heima er bezt: „Þeir feðgar flógu bæði dýrin“

Hér er örstutt brot úr einni af mörgum frásögnum í nýjasta hefti Heima er bezt. Blaðið er væntanlegt til allra áskrifenda í komandi viku.

„En höldum nú áfram leitarferð þeirra feðga. Þegar minnst varði komu nú birnir tveir miklir að þeim og skaut Hallvarður að öðrum þeirra, en hitti ekki. Björninn réðst þá á Hallvarð allgrimmilega, en hann varðist með byssuskeftinu. Hallur sótti að hinu dýrinu með klumbunni og leið ekki á löngu áður en hann sló bangsa banahögg. En þá hafði Hallvarður brotið báðar framlappir þess dýrs sem hann fékkst við og gat hann að lokum skotið það.

Þeir feðgar flógu bæði dýrin. Þeir ætluðu nú að halda til lands, en þá var skollið á dimmviðri mikið og skæðadrífa, svo þeir villtust og vissu ekki hvert þeir fóru.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: