Fréttir

Utanríkismálanefnd klárar í maí

By Miðjan

March 25, 2014

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Miðjuna, að hann geri ráð fyrir að utanríkismálanefnd þurfi ekki meira en sex vikur til að ljúka meðferð mála þriggja sem um framtíð viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Fundum nefndarinnar verður fjölgað og málin fá algjöran forgang á vinnu nefndarinnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni, á sunnudag að vonandi skili nefndin tillögum um aðkomu þjóðarinnar að málinu, þannig að sem flestir verði sáttir.