Fréttir

Útgerðin svarar Ömma og Smára

By Miðjan

February 22, 2020

Húsfyllir var á fyrsta fundi Ömma og Smára. Fundurinn var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Útgerðin þarf að gera mikið ætli hún að gera betur.

Útgerðin undirbýr fundaröð. „Á þess­um fund­um vilja SFS leggja sitt af mörk­um til að reyna að þoka mál­efn­um sjáv­ar­út­vegs upp úr hjól­för­un­um,“ skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, í Moggann.

Eflaust er þetta tilraun til að mæta Ögmundi Jónassyni og Gunnari Smára, sem hafa farið víða og fyllt hvern fundarsalinn af öðrum.

Heiðrún Lind skrifar: „Við ætl­um að hlusta á fólk úr ólík­um átt­um, heyra um nýj­ar hug­mynd­ir, aðra nálg­un og von­andi tekst okk­ur að hvetja til gagn­legs sam­tals. Við höf­um því boðið til þess­ara funda og von­umst til þess að eiga upp­byggi­leg skoðana­skipti og hreinskiptnar umræður um sjáv­ar­út­veg. Ég vona að sem flest­ir mæti til funda við okk­ur og taki þannig þátt í að móta ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg til framtíðar.“

Eflaust er mikilsvert fyrir útgerðina að trekkja að. Til þess er vel boðið:

„Boðað hef­ur verið til fjög­urra op­inna funda um mál­efni sjáv­ar­út­vegs­ins, sá fyrsti verður miðviku­dag­inn 26. fe­brú­ar í Mess­an­um, við hliðina á Sjó­minja­safn­inu í Reykja­vík. Þeir sem kjósa að taka dag­inn snemma eru vel­komn­ir í morg­un­mat klukk­an 8.30, en sjálf­ur fund­ur­inn hefst klukk­an 9.00.“

Ömmi og Smári hafa ekki boðið upp á veitingar eins og útgerðin ætlar að gera. Fjör færist í leikinn.