Mynd: reykjavik.is.

Stjórnmál

Útvistun er dýrasta leiðin sem hægt er að fara

By Miðjan

March 15, 2021

„Af svari að dæma mætti lesa það út að sérfræðingar sem eru ráðnir hjá borginni séu helst að sinna verkefnastjórastarfi. Þeir leita að öðrum góðum sérfræðingum og ráða þá í verktakavinnu. Með þessu er verið að vanmeta og vannýta færni og þekkingu fastráðinna sérfræðinga borgarinnar. Þess utan er þetta óhemju dýrt,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins.

„Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það þarf að sýna aðhald í fjármálum. Öll þessi verk þarf að vinna, svo mikið er víst, en í reglum Reykjavíkurborgar um framkvæmd fjárhagsáætlunar er kveðið á um að sviðsstjórar og stjórnendur skuli hafa frumkvæði að því að innleiða umbætur í rekstri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað. Sú leið er farin að ráða hámenntaða sérfræðinga sem síðan eru látnir vera umsjónarmenn yfir aðkeyptri vinnu, verkefnum sem hefur verið útvistað til einkafyrirtækja. Útvistun er dýrasta leiðin sem hægt er að fara. Er það í alvörunni skoðun ráðamanna að það borgi sig að kaupa vinnu af verkfræðistofum frekar en að byggja upp þekkingu hjá borginni? Er ekki hægt að hagræða og byggja upp færni, jafnvel þótt það kosti mannaráðningar?“