- Advertisement -

Vægðarlausar árásir á Gunnar Smára

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Panamaprinsarnir tveir, formaður Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, hafa aftur á móti ekki lagt upplýsingar á borðið til að gera grein fyrir eignum sínum í skattaskjólum og tilganginum að fela fé í skattaskjólum.

Árásir á Gunnar Smára Egilsson frambjóðanda Sósíalistaflokksins eru vægðarlausar. Hreinlega ósmekklegar núna í lok kosningabaráttunnar. Furðulegust af öllu er árás Ólafs Arnarssonar innanbúðarmanns í Sjálfstæðisflokknum. Þessi sami Ólafur var hrakinn var frá Neytendasamtökunum. Nú hneykslast hann á því að nafn Gunnars Smára sé hvergi að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefnd sem rannsakaði tilurð fjármálahrunsins árið 2008.

Rannsóknarnefnd Alþingis var skipuð afbragðsgóðu og hæfu fagfólki. Þar má til dæmis nefna Tryggva Gunnarsson fyrrverandi Umboðsmann Alþingis og Pál Hreinsson dómara við EFTA dómstólinn. Af sömu ástæðu og Jón eða Gunna eru ekki í skýrslunni þá er nafn Gunnar Smára hvergi þar að finna. Rannsóknarnefndin taldi ekki tilefni vera til staðar og hafði enga ástæðu til að skoða Gunnar Smára.

Í skýrslunni má aftur á móti finna nafn Davíðs Oddssonar fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Manninn sem bauð sig fram til embætti forseta Íslands fyrir nokkrum árum. Mig rekur ekki minni til þess að Ólafur hafi séð ástæðu til að fjalla um af hverju Rannsóknarnefndin fjallar um Davíð í skýrslu sinni. Davíð er fyrsti Íslendingurinn í meira en ellefu hundrað ára sögu þjóðarinnar til að setja Seðlabanka landsins á hausinn. Á einum eftirmiðdegi afhenti Davíð fjárglæframönnum sem stjórnuðu Kaupþing banka nánast allan gjaldeyrisvaraforða landsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef Ólafur vill vera ærlegur…

Gunnar Smári á sér fortíð eins og allir frambjóðendurnir. Ólíkt sumum þeirra þá hefur hann án yfirlætis rætt sína fortíð oftar en tvisvar og gert hana upp með heiðarlegum hætti. Svarað öllum spurningum í ræðu og riti. Panamaprinsarnir tveir, formaður Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, hafa aftur á móti ekki lagt upplýsingar á borðið til að gera grein fyrir eignum sínum í skattaskjólum og tilganginum að fela fé í skattaskjólum. Formaður Viðreisnar hefur einnig ekki upplýst hvernig það gerðist að eiginmaður hennar fékk hátt á annan milljarð króna afskrifaðar í fjármálahruninu.

Og svo hefur Ásmundur Einar Daðason frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík norður ekki svarað áburði um launaþjófnað og ásökunum um brot á lögum um ársreikninga. Ef Ólafur vill vera ærlegur og sanngjarn þá vænti ég þess að hann fjalli um þessa frambjóðendur fyrir kosningar með sama hætti og hann skrifar um Gunnar Smára. Þar til og ef þá eru skrif Ólafs auglýsing á hans skítlega eðli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: