- Advertisement -

Valdhafar staðfesta leynilega rústabjörgun

Bæði forsætisráðherra og seðlabankastjóri viðurkennt að peningamálastjórn landsins miðist við að hafa verja gengi krónunnar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Áþekkt ferli almenns atvinnuleysis og sást í kjölfar fjármálahrunsins er hafið samanber mynd 1. Atvinnuleysi er vaxandi og ef fortíðin endurtekur sig þá mun vöxturinn halda áfram þar til í apríl á næsta ári. Á mynd 2 þá hefur það sem kallað er minnkað atvinnuleysi (t.d. hlutabótaleiðin) verið bætt við almenna atvinnuleysið fyrir tímabilið 2019 og 2020. Á henni má sjá að atvinnuleysi náði hámarki í apríl síðastliðinn þegar 17,9 prósent vinnuafls var án vinnu. Það kom síðan hratt niður í tæplega 9 prósent og nýjustu skráningartölur segja að rúm 11 prósent hafi verið án vinnu í október. Vinnumálastofnun áætlar síðan að rúm 12 prósent verði án vinnu um áramótin eða 27.500 manns.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Miðað við úrræði stjórnvalda á tímum Kóvíd-19 þá er ekki við því að búast að ferlið á mynd 1 verði með öðrum hætti á næstu árum. Hlykkjótt og sársaukafull leið er fram undan fyrir þau sem misst hafa störfin sín. Mætti halda að nýliðin fortíð sé valdhöfum eins og framandi land. Þau atvinnuskapandi verkefni sem stjórnvöld eru að grípa til eru sambærileg þeim sem ráðist var í eftir fjármálahrunið. Verkefnin eru tímafrek, tekur langan tíma að undirbúa og skila sér hægt í minnkuðu atvinnuleysi svo einhverju nemi. Einnig dreifast aðgerðirnar með misjöfnum hætti um landið þannig að sveitarfélögin verða fyrir ólíkum áhrifum. Við bætist að ungu fólki er í auknu mæli beint inn í háskólana, sem taka núna aftur að sér hlutverk geymslustofnunar ungs fólks án atvinnu. Gangi þróunin eftir þá skrifast hún alfarið á hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar og seinagangs Seðlabanka Íslands. Að ríkisstjórnin grípi til ráðstafana á framboðshlið hagkerfisins í því mæli sem gert er eru mistök. Farsælla, ódýrara og hraðvirkara er að örva eftirspurnina með hækkun atvinnuleysislauna eða með upptöku tímabundinna borgaralauna. Það dregur hraðar úr atvinnuleysinu, sem hlýtur að vera markmiðið. Annað er ávísun á samfélagslegan óróleika og úlfúð.

Aðkallandi er að spyrja hversu dýr má krónan vera til að halda í þá ranghugmynd að Ísland geti rekið eigin gjaldmiðil.    

Það sem er ólíkt ástandinu í dag og eftir fjármálahrunið er að vaxtarstig heimsins er lægra en við höfum vanist og ókjör af peningum er í framboði. Íslenski seðlabankinn hreyfir sig aftur á móti hægt í samanburði við aðra þróaða seðlabanka. Að þessu leytinu stöndum við öðrum löndum langt að baki og það tefur fyrir viðsnúningi hagkerfisins. Þrátt fyrir miklar vaxtalækkanir þá hefur bankinn minnkandi tiltrú hjá markaðsaðilum, sem farnir eru að hækka langtíma vexti.

Þessu tengdu þá hafa bæði forsætisráðherra og seðlabankastjóri viðurkennt að peningamálastjórn landsins miðist við að verja gengi krónunnar. Um er að ræða meiriháttar staðfestingu á því hversu mikið vandamál krónan er. Í stað þess að hlúa að atvinnulausum í gegnum eftirspurnarhlið hagkerfisins þá er heill seðlabanki upptekinn við að halda krónunni á floti. Bankanum hefur verið breytt í björgunarsveit krónunnar á sama tíma og tugir þúsunda flykkjast á atvinnuleysisskrá. Við rústabjörgunina þá hefur gjaldeyrisvaraforðanum verið beitt ótæplega. Hundrað milljarðar króna hafa verið seldir innan úr forðanum á árinu. Aðkallandi er að spyrja hversu dýr má krónan vera til að halda í þá ranghugmynd að Ísland geti rekið eigin gjaldmiðil.    

Nú um stundir þá hefur viss bjartsýni gert vart við sig í kjölfar frétta um tvö ný bóluefni. Um er að ræða fugla í skógi og ekki að vænta að teljanlegur umsnúningur verði í hagkerfum heimsins fyrr en á árunum 2022 til 2024. Um þetta eru margir sammála. Þar á meðal eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Alþjóða heilbrigðisstofnunin. Þannig að það er hyggilegt að hafa taumhald á væntingunum. Rétt er því að skoða aftur hvernig Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við efnahagssamdrættinum í faraldrinum og líta yfir árangurinn.

Eins og ég hef áður rakið þá gripu bandarísk stjórnvöld til ýmissa aðgerða, en sú sem er nýlunda í hagstjórn hvað umfang varðar og skilaði tafarlausum árangri snéri að atvinnulausum neytendum. Atvinnuleysislaun voru hækkuð um meira en 300 hundruð þúsund krónur á mánuði í 6 mánuði. Þetta var örvunaraðgerð á eftirspurnarhliðinni. Annar pakki bíður afgreiðslu. Árangurinn lét ekki á sér standa samanber mynd 3. Atvinnuleysi hefur lækkað úr 14,7 prósentum af vinnuafli niður í 6,9 prósent. Á sama tíma eykst atvinnuleysið á Íslandi. Hér má augljóslega draga einhvern lærdóm.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: