- Advertisement -

Valgeir Guðjónsson við dauðans dyr: „Þetta er ban­vænn sjúk­dóm­ur“

Tón­list­armaður­inn Val­geir Guðjóns­son fagnaði nýverið sjötugsafmæli sínu. Í fyrra greindist Valgeir með alvarlegt eitlakrabbamein og var um tíma í mikilli hættu.

Hann segir frá þessu í viðtali við Morgunblaðið.

„Ég var bú­inn að vera svo­lítið skrít­inn og svo fann ég hnúð í nár­an­um í fyrra­vor. Ég fór í bæ­inn og fór fyrst í sneiðmynda­töku og svo fleiri mynda­tök­ur og loks var ég skor­inn til að taka sýni úr nár­an­um til að greina þetta æxli,“ seg­ir Val­geir.

Valgeir ásamt valinkunnum snillingum í myndinni Með allt á hreinu.

Í ljós kom að meinið var ill­kynja og Valgeir var sett­ur í já­eindaskann­a; þar uppgötvaðist að ­meinið hefði dreift sér í alla eitla og inn í merg.

„Mér var ekki illt en ég var slapp­ur og ég finn enn að ég er ekki al­veg á fullu gasi. Áður en meðferðin hófst vor­um við það lán­söm að sam­tal var strax á milli sér­fræðinga á Land­spít­al­an­um og okk­ar mæta krabba­meins­lækn­is hér á Suður­landi,“ seg­ir Valgeir og bætir við að „þetta er ban­vænn sjúk­dóm­ur og okk­ur var strax gert það ljóst. “

En jákvæðar fréttir bárust um áramótin þess efnis að Valgeir hefði komist yfir það versta.

Valgeir með hinni goðsgnakenndu hljómsveit úr MH, Spilverki þjóðanna.

Var Valgeir hrædd­ur um að deyja?

„Nei, ég tók þann pól í hæðina að ein­hvern veg­inn myndi þetta allt ganga. Svo feng­um við upp­hring­ingu rétt fyr­ir ára­mót­in um að meðferðin hefði skilað góðum ár­angri og að eitl­arn­ir væru nú hrein­ir,“ seg­ir Val­geir – en eðlilega verði áfram fylgst með honum; til að ganga úr skugga um hvort krabbameinið taki sig upp á nýjan leik.

Valgeir segir um veikindin að „ég er ekki jafn ein­beitt­ur og ég hef verið og ég upp­lifði ekki sorg.“

En hvað með framtíðarplönin? Er helgur steinn í sjónmæli?

„Nei, ég hef bara ekki fundið þann stein ennþá.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: