- Advertisement -

Veigamikið atriði sem ekki er í skýrslu Ríkisendurskoðunar

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Söluaðferðin bauð einnig upp á að hægt var að taka ákvarðanir um að faðir fjármálaráðherra og aðrir innmúraðir fengju að kaupa í bankanum á meðan almenningi var haldið frá því að taka þátt.

Um er að ræða grundvallar ákvörðun, sem allt annað hangir á.

Lagaskylda hvíldi á Bjarna Ben fjármálaráðherra og Bankasýslunni að leita eftir hæsta verði við sölu á hlut í Íslandsbanka. Í þessum efnum þá skiptir miklu máli hvaða söluaðferð er notuð og segjast viðkomandi aðilar hafa hugleitt fjórar leiðir. Á meðal þeirra var ekki sú aðferð sem tíðkast hjá OECD löndum. Heldur var ákveðið að velja aðferð sem er götótt sem gatasigti.

Með valdri söluaðferð þá var opnað á svarthol ógagnsæis, sem auðveldaði að teknar yrðu ákvarðanir um óhagkvæmt söluverð. Lægra söluverð táknar að verið var að færa vildarvinum, sem fengu að taka þátt í útboðinu, fjárgjafir frá ríkinu. Söluaðferðin bauð einnig upp á að hægt var að taka ákvarðanir um að faðir fjármálaráðherra og aðrir innmúraðir fengju að kaupa í bankanum á meðan almenningi var haldið frá því að taka þátt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisendurskoðun fjallar ekkert um söluaðferð OECD og spyr ekki af hverju þaulreynd söluaðferð OECD ríkja hafi ekki orðið fyrir valinu. Um er að ræða grundvallar ákvörðun, sem allt annað hangir á. Af þessari ástæðu verður ekki hjá því komist að Alþingi skipi rannsóknarnefnd þar sem val á söluaðferð verður skoðuð ofan í kjölinn og þeirri spurningu svarað af hverju aðferð OECD landa varð ekki fyrir valinu.

Um söluaðferð OECD er fjallað í þessari grein hér „Illa unnið verk“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: