- Advertisement -

Veitingamaður bendir á umfangsmikil skattsvik – Hvar er löggan og skatturinn?

Þar merkilegt sem kemur fram í viðtali Markaðarins við Birgir Örn Birgisson hjá Dominos. Hann bendir á glæpi sem hann segir veitingamenn stunda.

 „Við erum að sjá dæmi þess að furðulegir hlutir eru að gerast í geiranum. Eitt fyrirtæki í veitingarekstri, sem treystir meðal annars á nætursölu, birti ársreikning nýlega þar sem launahlutfall var 12 prósent af veltu, langt undir þeim rúmlega 40 prósentum sem eru almennt í geiranum,“ segir Birgir Örn. Þarna er talað frjálslega og ekki er annað hægt en að skatturinn og löggan elti þessar fullyrðingar.

„Þegar rekstraraðili veitingahúss birtir ársreikning með 12 prósenta launahlutfall, þýðir það annað hvort að viðkomandi er margfalt betri í rekstri en allir samkeppnisaðilar og geirinn í heild sinni. Eða þá að þeir geta ekki sýnt hærra launahlutfall í reikningum vegna þess að stór hluti launa er greiddur undir borðið. Dæmi hver fyrir sig,“ segir Birgir Örn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann er ekki hættur:

„Fyrir um 15 til 20 árum var veitingageirinn því miður að greiða mikið af svörtum launum en það nánast útrýmdist þegar virðisaukaskattur var lækkaður á veitingarekstur. Þá settu menn allar tekjur á borðið og fóru að reka þetta á eðlilegan og heiðarlegan hátt. Nú virðist bera á því, einkum meðal smærri rekstraraðila, að laun starfsmanna eru gerð upp undir borðið. Þetta er vegna uppbyggingar kjarasamninga þar sem yfirvinnutaxtar leggjast einfaldlega of þungt á veitingageirann.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: