Fréttir

Velmenntaðar konur vanmetnar í launum

By Miðjan

February 22, 2020

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, segir rangt að borgin vilji ekki hækka lægstu laun. „Hins vegar finnst mér ekki sanngjarnt að segja að við í meirihluta borgarstjórnar viljum ekki hækka lægstu laun því það viljum við svo sannarlega.“

Samt eru aðrar konur ofar í huga varaformannsins: „Sú staðreynd að fjölmennar, vel menntaðar kvennastéttir eru kerfisbundið vanmetnar í launum á vinnumarkaði er óþolandi og því þarf að breyta og um það þarf að nást sátt.“

„Ég hef skilning á því að í baráttu fyrir bættum kjörum séu stór orð oft látin falla. Staðan er erfið, launin þarf einfaldlega að hækka og það hefur gengið of hægt að semja og þar þarf alltaf tvo til. Hins vegar finnst mér ekki sanngjarnt að segja að við í meirihluta Borgarstjórnar viljum ekki hækka lægstu laun því það viljum við svo sannarlega. Sú staðreynd að fjölmennar, vel menntaðar kvennastéttir eru kerfisbundið vanmetnar í launum á vinnumarkaði er óþolandi og því þarf að breyta og um það þarf að nást sátt,“ skrifar Heiða Björg Hilmisdóttir á Facebook.

Hún rekur síðan tilboð borgarinnar til fólksins í Eflingu;

„Ófaglærðir starfsmenn á leikskóla fengju samkvæmt því í lok samningstíma 460 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir dagvinnu með álagsgreiðslum í stað 342 þúsund króna núna. Ófaglærðir deildarstjórar, sem í dag eru með 460 þúsund krónur, fengju 572 þúsund krónur. Ég vona að þetta tilboð geti verið innlegg í samtal sem leiði að farsælli lausn við samningaborðið.“