- Advertisement -

Verðbólguklúður Katrínar Jakobsdóttur

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á meðan íslensk verðbólga er um 4,5 prósent þá er hún ekki nema 1,6 prósent í Danmörku, 1,4 prósent í Svíþjóð og 1,8 prósent í Finnlandi.

…að láta krónuna dingla…

Það var stórundarlegt að hlusta á streymdan fjölmiðlafund Seðlabanka Íslands í gær þar sem þrír yfirmenn voru mættir til að kynna vaxtahækkun bankans. Seðlabankastjóra er mikið í  mun að heilaþvo landann og endurtekur reglulega að aðgerðir bankans í faraldrinum séu sérlega vel lukkaðar. Rýning opinberra upplýsinga segir aðra sögu. Aðgerðir bankans eru mislukkaðar út frá sjónarhóli verðbólgunnar, en fyrir þá sem ekki vita þá er meginverkefni Seðlabankans að hafa taumhald á bólgunni.

Ótímabær vaxtahækkun bankans í gær ræðst ekki að rót verðbólguvandans. Aðrar aðgerðir eru nærtækari. Betur til þess fallnar að ráðast að hærri íslenskri verðbólgu í samanburði við nágranna okkar. Sú ákvörðun bankans og ríkisstjórnar á síðasta ári að láta krónuna dingla á frjálsum markaði við fordæmalausar aðstæður og hleypa ókjörum af fé hindrunarlaust inn á fasteignamarkaðinn er það sem valdið hefur hærri íslenskri verðbólgu. Hvoru tveggja er óbreytt eftir miðvikudagsfundinn enda bankinn í afneitun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…þá seilist Seðlabankinn í vasa skuldugra heimila…

Opinber gögn sýna að innfluttar vörur hafa hækkað um allt að 12 prósent, íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu um 16 prósent og sérbýli um 25 prósent síðan faraldurinn skall á. Seðlabankinn og ríkisstjórn ber ábyrgð á stöðunni. Innan ríkisstjórnarinnar þá er það Katrín forsætisráðherra sem fer með málefni Seðlabankans og ber hún því mestu ábyrgðina á verðbólguklúðrinu meðal ráðherra. Á meðan íslensk verðbólga er um 4,5 prósent þá er hún ekki nema 1,6 prósent í Danmörku, 1,4 prósent í Svíþjóð og 1,8 prósent í Finnlandi. Ef ég færi mig fjær þá er bólgan ekki nema 0,3 prósent á Möltu og 0,7 prósent í Sviss. Innan evrulandsins þá mældist hún 2,2 prósent í júlí að jafnaði og aðeins Eistland er með hærri verðbólgu en Ísland.

Seðlabanki Íslands er eini seðlabanki veraldar sem staðsettur er í þróuðu hagkerfi sem hækkað hefur vexti. Við erum þar með komin í hóp með Ungverjalandi, Tékklandi og fáeinum löndum í Suður Ameríku. Laglegur félagsskapur það. Í tilraun til að hemja bólguna þá seilist Seðlabankinn í vasa skuldugra heimila og ætlast til að eingöngu hluti landsmanna greiði niður verðbólguna. Hinir skuldlausu sleppa undan klóm bankans. Eins og ég sagði þá átti bankinn aðra valkosti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: