- Advertisement -

Verkalýðshreyfing í vanda

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í dag þá eru stýrivextir 1,5 prósent og verðbólga í heiminum á uppleið. Fórnarlömbin eru skuldug fyrirtæki og heimili. Verst úti verða láglaunaheimili. Það eru blikur á lofti og hvernig bregst launþegahreyfingin við?    

Þegar Lífskjarasamningar voru undirritaðir í apríl árið 2019 þá fögnuðu sumir forystumenn launþegahreyfinga samningsforsendunni um að vextir lækki og til frambúðar. Orðrétt segir í forsendu kaflanum „Meginmarkmið kjarasamnings þessa er að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar“. Lækkunin gekk eftir, en ekki vegna samningsins heldur vegna kóvít-19 faraldursins og loðnubrests. Vextir lækkuðu mikið í allri veröldinni og var því ekki um íslenskt fyrirbrigði að ræða.

Seðlabanki Íslands lýsti yfir á sínum tíma að ekki væri hægt að binda hendur bankans og krefja hann um vaxtalækkanir með vísan í kjarasamninga. Það væru aðrir þættir sem stjórnuðu vaxtaákvörðunum bankans. Þar átti hann við verðbólguna og væntingar þar um enda lögbundið hlutverk hans að vinna gegn verðbólgunni. Skiptir þá engu hvort hann sjálfur sé ábyrgur fyrir bólgunni vegna hagstjórnarmistaka eða ekki.

Nú hefur bankinn hækkað stýrivexti í þrígang á skömmum tíma og er hvergi nærri hættur ef marka má orð þriggja aðila innan bankans. Seðlabankastjóri hefur ítrekað sagt að bankinn muni ekki heykjast á því að hækka vexti til að vinna á verðbólgunni sem stendur nú í 4,4 prósentum. Í síðustu viku þá sagði Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri að stýrivextir yrðu að vera að raungildi 1 prósent til að halda efnahagskerfinu í jafnvægi. Og í Silfri gærdagsins sagði Katrín Ólafsdóttir meðlimur peningastefnunefndar að aðilar skyldu búast við meiri vaxtahækkun en orðið hefur.

Við hverju er að búast, hvað gætu stýrivextir hækkað mikið? Ef við lítum til sögunnar, þess framboðsbrests sem er í heiminum, hratt hækkandi hrávöruverðs, krónuþrýstings og stöðunnar á fasteignamarkaðnum þá tel ég að stýrivextir geti farið í 4 prósent, jafnvel hærra, að óbreyttu. Í dag þá eru stýrivextir 1,5 prósent og verðbólga í heiminum á uppleið. Fórnarlömbin eru skuldug fyrirtæki og heimili. Verst úti verða láglaunaheimili. Það eru blikur á lofti og hvernig bregst launþegahreyfingin við?    


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: