- Advertisement -

Verslunin Krónan keyrir upp verðin

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Svona rekur þetta sig áfram. Krónan er okurbúlla!

Slysaðist inn í Krónuna og leit í hillurnar til að skoða verð á ýmsum vörum. Krónan er ferlega dýr. Skoðum tvö dæmi.

Kílóverð á Cheerios morgunkorni í Krónunni er 1.465 krónur á sama tíma og það er 948 krónur í Costco. Munurinn er 517 krónur eða 55 prósent.

Hjá Krónunni kostar lítri af venjulegri blárri nýmjólk 190 krónur á sama tíma og hann er á 169 krónur í Costco. Hér munar 12 prósentum eða 21 króna. Svona rekur þetta sig áfram. Krónan er okurbúlla!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: