Mannlíf

Vetur á Spáni: Bensínið kostar 184 krónur

By Miðjan

November 10, 2018

Vetur á Spáni: Meðan á Íslandi er beðið eftir að bensínlítrinn lækki í verði. Ekki er nema von að fólk bíði eftir lækkun þar sem heimsmarkaðsverð hefur hríðlækkað. Enn og aftur sést að hægar gengur að lækka verð, þegar aðstæður eru þannig, en að hækka verð þegar aðstæður eru á hinn veginn.

Bensínlítrinn hér á Spáni kostar víðast rúmlega 1,3 evru. Sem er nokkru ódýrar en Costco verðleggur lítrann heima. Hér eru engin vísindi að baki. Ekki var skoðað hversu mikið spánska ríkið fær af hverjum lítra og svo framvegis. Bara hvað kaupandinn borgar.