Greinar

Við búum við viðvarandi valdarán

By Gunnar Smári Egilsson

December 10, 2019

Gunnar Smári skrifar:

85 þúsund landsmanna skrifuðu undir kröfu um að framlög til heilbrigðismála yrðu aukin. Stjórnvöld sinna því engu, halda áfram skipulögðu niðurbroti heilbrigðiskerfisins. Við búum í orði kveðnu við lýðræði, en það er lýðræði þar sem vilji almennings skiptir engu máli. Við búum til viðvarandi valdarán þar sem samfélaginu er kerfisbundið sveigt frá hagsmunum og væntingum almennings að kröfum hinna fáu og ríku.