- Advertisement -

Víðáttuvitlaust og rangt hjá Agli

Gunnar Smári skrifar:

Ég verð að segja að þetta er ekki boðleg framganga þáttastjórnanda Ríkisútvarpsins.

Líklega kom skrítnasta setning Silfursins frá Agli Helgasyni þegar hann fullyrti eftir efasemdir gesta sinna um að auðvaldið sem valdið hafði loftslagsvánni væri rétti aðilinn til að leysa vandann: „Kapítalisminn býr yfir dýnamík til að finna hinar grænu lausnir,“ sagði Egill.

Svo hélt hann því fram að eini valkosturinn við fjármálavæddan dólgakapítalisma síðustu andvarpa nýfrjálshyggjunnar væri iðnaðarstefna Sovétríkjanna, að þau sem efuðust um forræði kapítalistana væru að leggja til fimm ára áætlanir Stalíns og vildu reisa stáliðjuver upp um allar sveitir.

Ég verð að segja að þetta er ekki boðleg framganga þáttastjórnanda Ríkisútvarpsins. Ekki fyrir að þetta ber með sér andúð á öllum sósíalisma og frelsisbaráttu almennings heldur er þetta svo víðáttuvitlaust og rangt að það tekur engu tali. Það er enginn í veröldinni sem hefur nokkurt vit á loftslagsmálum sem heldur því fram að Kapítalisminn búi yfir dýnamík til að finna hinar grænu lausnir. Enginn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo þetta með valkostina; að ef þú vilt ekki botnlausa grimmd kapítalismans þá sértu að biðja um Stalínisma. Margaret Thatcher hélt þessu fram eftir hrun Sovétríkjanna að nú væri aðeins einn valkostur, hennar ömurlega nýfrjálshyggja. Eitt er að hafa misst trú á að allt hið góða og beygja sig undir þessa ömurlegu heimsmynd, en að gelta þetta á gesti sína í umræðuþætti er bara allt annað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: