Fréttir

Vigdís kemst á dagskrá borgarráðs

By Miðjan

January 22, 2019

„Það er sama ofbeldi beitt gegn lýðræðinu í ráðhúsinu eins og í Alþingishúsinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir á Facebook.

„Ekkert af mínum málum rata inn á dagskrá næsta borgarráðsfundar – við hvað er meirihlutinn hræddur?“

Vigdís skrifar: „Umræður: Ég óska eftir því að fjármálastjóri Reykjavíkur komi á næsta fund borgarráðs og geri grein fyrir 73 milljóna umframgreiðslu á braggann án heimildar.

Eins óska ég eftir að fyrirspurnum sem sumar eru orðnar mjög gamlar verði svarað eins og t.d. þessi frá 23. ágúst s.l.“

Svo kemur þetta: „Eins óskuðum við Kolbrún eftir því að þetta mál færi á dagskrá:

Tillaga: Óskað er eftir að dómkvaddur matsmaður verði fenginn tafarlaust til að meta virði framkvæmda á Nauthólsvegi 100 (Bragginn).“