- Advertisement -

Vigdís mjög sammála meirihlutanum

Gleðigangan og viðhorfið til hinsegin fólks er orðin samofin íslensku samfélagi á fordómalausan hátt.

Svo bar til á síðasta fundi borgarráðs að Vigdís Hauksdóttir lýsti sig ekki bara sammála meirihluta borgarstjórnar, heldur lýsti hún yfir miklum stuðningi við ákvörðun meirihlutans um að gera varanlegan regnboga á Skólavörðustíg. Vigdís nýtti samt tækifærið til að skjóta létt á meirihlutann:

„Borgarfulltrúi Miðflokksins lýsir yfir miklum stuðningi við þetta verkefni og bendir á að því miður er Reykjavík ekki í fararbroddi hér á landi hvað varðar varanlegan regnboga allt árið því Seyðisfjörður hefur haft slíkt um langa hríð og er það alveg til fyrirmyndar.“

Sanna Magdalena fagnaði komandi regnboga á Skólavörðustíg.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sanna Magdalena Sósíaliistaflokki.

„Þessi fallega mannlífsgata hentar afar vel undir slíkt verk og viðeigandi að borgin ráðist í verkefnið á stórafmæli réttindabaráttu hinsegin fólks og sendi þar með ekki bara litríkar, heldur táknrænar og virðingarverðar kveðjur til hinsegin samfélagsins,“ bókaði hún.

Meira um bókun Vigdísar:

„Þessi tillaga er svo sjálfsögð að borgarfulltrúa Miðflokksins finnst óþarfi að ræða hana í borgarstjórn og borgarráði. Skipulags- og samgönguráð hefði getað afgreitt þetta á einum funda sinna án athugasemda. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi hvað varðar réttindi hinsegin fólks og sama á við löggjafann hér á landi. Á hverju ári er haldin hátíð í Reykjavík, Hinsegin dagar. Dregur hátíðin til sín fólk alls staðar úr heiminum sem tekur þátt í gleðigöngunni og ríkir karnivalstemmning í borginni sem lífgar mjög upp á annars litlausa borg. Gleðigangan og viðhorfið til hinsegin fólks er orðin samofin íslensku samfélagi á fordómalausan hátt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: