- Advertisement -

Vigdís: Strætó er gjaldþrota

Vigdís: „Áður en lengra er haldið er ljóst að fjármálaráðherra verður að óska umsagnar Ríkisábyrgðasjóðs á verkefninu í heild sinni en fyrstu áætlanir eru 120 milljarðar.“

„Hin svokallaða borgarlínan er gífurleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir íslenska ríkið án þess að nokkur ávinningur sé tryggður fyrir samfélagið. Ekki hefur farið fram þjóðhagsfræðileg greining á verkefninu og hafa fræðimenn bent á að verkið standist enga skoðun. Strætókerfið er því miður hrunið og tilkynnt var um það nýlega að Strætó sé gjaldþrota nema til komi meira fjármagn frá eigendum og ríki,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarstjórnar.

„Rekstrarþátturinn er skilinn eftir og eins vagnakaup og hvaða orkutegund verður notuð til að knýja vagnana. Slíkt er óásættanlegt ábyrgðarleysi. Áður en lengra er haldið er ljóst að fjármálaráðherra verður að óska umsagnar Ríkisábyrgðasjóðs á verkefninu í heild sinni en fyrstu áætlanir eru 120 milljarðar. Fjárhagsleg ábyrgð þessar svokölluðu borgarlínu er á ábyrð sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkissins. Fari sveitarfélag í þrot fellur það í fang ríkissins. Sú er nákvæmlega hættan með Reykjavíkurborg núna en nýjar lántökur á árinu 2021 eru 36 milljarðar og koma þeir inn í samfélag rúmlega 400 milljarða skuld Reykjavíkursamstæðunnar í dag. Mjög líklegt er að þetta óraunhæfa kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík – ef af verður – lendir allt að lokum í fangi ríkisins og skuldsetji komandi kynslóðir til langrar framtíðar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: