- Advertisement -

Vilja halda völdum eins lengi og hægt er

Bara hringavitleysa af handahófskenndum hugmyndum sem passa ekki saman og útskýra alls ekki af hverju þessi dagsetning er betri en önnur.

„Eina ástæðan sem ég sé fyrir þessari dagsetningu hjá ríkisstjórninni er að þetta er síðasta dagsetningin þar sem hægt er að halda völdum eins lengi og hægt er án þess að sýna fjárlög næsta árs. Þingið mun nefnilega koma saman föstudaginn 1. október eftir þessa kosningadagsetningu og þar verður lagt fram fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar. Fjárlagafrumvarp sem verður tilbúið þegar kosningar verða en enginn fær að sjá fyrr en eftir kosningar, spái ég að minnsta kosti,“ segir Björn Leví Gunnarsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar kosningar eru á þessum tíma og fjárlagafrumvarp lagt fram tæpri viku seinna þá kann það ekki góðri lukku að stýra.

„Haustkosningar geta alveg gengið upp, það er kosið að hausti í ýmsum öðrum löndum, en til þess að það gangi vel fyrir sig þá þarf ýmislegt annað að passa saman. Sérstaklega fjárlagavinnan. Þegar kosningar eru á þessum tíma og fjárlagafrumvarp lagt fram tæpri viku seinna þá kann það ekki góðri lukku að stýra. Á þessum tíma verðum við að klára að vinna samkvæmt fjárlögum 2021 þar sem aðgerðir í kjölfar kófsins verða í hámarki og fram undan verða uppbyggingarfjárlög ársins 2022. Inn í þau fjárlög ætlar ríkisstjórnin að boða til kosninga, með eins skömmum fyrirvara og hægt er til þess að sleppa við að leggja fjárlögin fram fyrir kosningar,“ segir Björn Leví og segir svo:

Þetta er gríðarlega ábyrgðarlaus ákvörðun sem ég sé engin rök fyrir. Rökin sem reynt er að nota eru:

  • „Kjörtímabilið klárast 28. okt. og það þarf sérstaka ákvörðun að flýta kosningum“. Já, og þau velja, þessa dagsetningu.
  • „Veður og færð spilli ekki kosningaþátttöku“. Allar dagsetningar frá vori fram að þessari dagsetningu eru líka þannig.
  • „Ég tel að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar muni hafa nægilegt svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög“.

Þetta lýsir ótrúlegri skoðun á vinnu Alþingis. Framkvæmdavaldið á að skila frumvarpi til fjárlaga til þingsins þar sem þingið heldur áfram með vinnuna. Þingið kallar eftir umsögnum. Þingið leggur til breytingatillögur. Ef framkvæmdavaldið kemur með „sitt mark á fjárlögin“ í kjölfarið þá ruglar það öllu umsagnarferlinu og vinnu þingsins. Þetta kemur ekki á óvart miðað við hvernig núverandi ríkisstjórn vinnur og auðvitað býst hún bara við að allir vinni eins hroðvirknislega og hún af því að þau halda í alvörunni að þau séu að vinna faglega. Veruleikafirring 101.

„En um leið finnst mér líka, að við ættum að horfa meira til þessarar langtíma stefnumótunar. Ef við lítum til nágrannaríkjanna til dæmis, þá erum við ekki að sjá þar þessar kollsteypur í fjárlögum frá ári til árs og með breyttu fyrirkomulagi við undirbúning fjárlaga erum við að feta okkur í átt að meiri langtímasýn“. Þetta eru einmitt ekki rök fyrir því að hafa kosningar að hausti. Það þarf einbeittan brotavilja til þess að sjá ekki þversögnina í þessum rökum og þeim hér fyrir ofan um að það sé nú nægur tími til þess að ný ríkisstjórn setji mark sitt á fjárlögin. Þetta nær ekki einu sinni morfís standard í rökleysu.

  • „Á Íslandi er löng hefð fyrir vorkosningum og ekki augljóst hvernig stjórnmálin feta sig aftur í þann farveg“. MEÐ ÞVÍ AÐ BOÐA TIL KOSNINGA AÐ VORI EN EKKI HAUSTI. Þetta minnir mig á High Schoolers þáttinn úr Community þar sem fram fór epísk keppni í „duh“.
  • „Ekkert náttúrulögmál að hafa kosningar að vori“. Nei, en ferlið er stillt á vorkosningar. Það þarf að breyta og aðlaga fleira en dagsetningu kosninga ef ekki á að halda kosningar að vori.

Sem sagt, engin rök. Bara hringavitleysa af handahófskenndum hugmyndum sem passa ekki saman og útskýra alls ekki af hverju þessi dagsetning er betri en önnur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: