- Advertisement -

Vilja takmarka frelsi ÁTVR

Vilja takmarka frelsi ÁTVR

Þrír þingmenn hafa lagt fram lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir að ÁTVR verði að fá samþykki sveitarfélaga um hvar vínbúðir  eru og hvað þær verða opnaðar.

„ÁTVR hefur hingað til haft fullt frelsi til að staðsetja verslanir sínar án þess að hafa þurft að hafa um það samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sjálf sveitarfélögin. Þekkt er sú staðreynd að sveitarfélögin hafa ekki alltaf verið sátt við staðsetningu verslana ÁTVR og hafa jafnvel talið staðarvalið vinna gegn markmiðum þeirra í skipulags- og umhverfismálum. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Garðabær hefur ítrekað kvartað yfir því að ÁTVR hafi einhliða lokað verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og hafi svo nokkrum árum síðar opnað nýja verslun í Kauptúni en ekki í miðbæ Garðabæjar þrátt fyrir skýrar óskir sveitarfélagsins þar um,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Í lok greinargerðarinnar segir: „ Í ljósi þess að frumvarp um afnám einkaleyfis hefur ítrekað verið lagt fram og ekki fengið framgang á þinginu er hér lagt til að sveitarfélögin verði lögbundinn samráðsaðili við val á staðsetningu áfengisverslunar til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram þegar staðsetning er valin.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þingmennirnir eru Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Willum Þór Þórsson. Eitt úr hverjum stjórnaflokki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: