- Advertisement -

Vilja þregnja að sveitarfélöggum

Alþingi / Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sveitastjórnarráðherra, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vilja báðir þrengja að sveitastjórnum og færa hluta af skipulagsvaldi þeirra til ríkisins.

„Ég er á þeirri skoðun að við ættum að horfa til Norðurlandanna, sem við berum okkur oft saman við. Þar hefur landsskipulagsstefnan miklu meira vægi. Hún segir meira til um hvernig sveitarfélögin eiga að að koma aðalskipulagi sínu á,“ sagði ráðherrann.

Ásmundur var upphafsmaður umræðu þeirra félaga, þingmanna Suðurlands: „Telur ráðherra að endurskoða þurfi lög um mat á umhverfisáhrifum þannig að hlutar samgöngukerfisins, sem falla nú undir ákvörðunarvald sveitarstjórna, verði færðir á hærra stjórnsýslustig þannig að ábyrgð færist alfarið á hendur ríkisins sem síðan muni leiða til þess að kærur heyri sögunni til?“

Þannig spurði Ásmundur og ráðherrar jánkaði með tilvísun til Norðurlandanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ákvörðun um að færa slíkar ákvarðanir til ríkisins væri jafnframt ákvörðun um að taka ákvörðunarvald og skipulagsvald frá sveitarfélögum. Það er stór ákvörðun sem ekki yrði tekin án umræðu,“ sagði Sigurður Ingi.

„Ég kalla eftir því að við einföldum leyfiskerfið og þeir sem af ásetningi tefja framkvæmdir geti það ekki lengur með úreltu kerfi,“ sagði Ásmundur. „Kæruleiðirnar sem í boði eru á Íslandi til að koma í veg fyrir framkvæmdir og seinka þeim, eru náttúrlega með ólíkindum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: