Mynd: RÚV:

Fréttir

Vill sparifé fólks í áhætturekstur

By Miðjan

April 01, 2020

Óli Björn Kárason, sem er fremstur þingmanna Sjálfstæðisflokksins, ítrekar í Moggagrein í dag, vilja sinn til að almenningur taki þátt í kaup og sölu hlutabréfa fyrirtækja. Vill að fólk taki þátt í áhætturekstri íslenskra fyrirtækja.

Fyrir á allur almenningur meirihluta í mörgum fyrirtækjum með eign sinni í lífeyrissjóðum. Sumum kann að þykja það nóg. Í Moggagreininni skrifar Óli Björn:

„Und­ir lok síðasta árs lagði ég ásamt nokkr­um sam­herj­um mín­um fram frum­varp þar sem ein­stak­ling­um er veitt heim­ild, með ákveðnum tak­mörk­un­um, til að draga frá tekju­skatti kaup á skráðum hluta­bréf­um og hlut­deild­ar­skír­tein­um verðbréfa- og hluta­bréfa­sjóðs sem eru skráð á skipu­leg­an verðbréfa­markað eða fjár­festa ein­göngu í skráðum hluta­bréf­um. Mark­mið okk­ar er ekki aðeins að byggja und­ir skil­virk­an hluta­bréfa­markað held­ur ekki síður að samþætta bet­ur hags­muni launa­fólks og fyr­ir­tækj­anna. Frum­varpið er skref í þá átt að láta gaml­an draum ræt­ast um að fyr­ir­tæki geti boðið starfs­mönn­um sín­um eign­ar­hlut og þar með hlut­deild í arðsemi fyr­ir­tæk­is­ins. Frum­varpið er lítið dæmi um að hverju þarf að huga til framtíðar.“

Trúlega er fáum þetta efst í huga þessa dagana.