- Advertisement -

Vindhani Íslands loks fundinn!

Á milli hugarhvarfa seðlabankastjóra er einungis 1-2 mánuðir.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er stöðugleikavandamál. Fyrir örfáum vikum sagði hann að meginvextir yrðu ekki lækkaðir niður fyrir 3%. Um svipað leyti sagði hann verðbólgu vera 3%. Sjálfur skrifaði ég grein á Miðjuna og fullyrti að verðbólga væri um og undir 2% og að hægt væri að færa vexti mun neðar. Það kom á daginn og núna segir sami Ásgeir að bólgan sé 1,7% og lækkaði bankinn vextina niður fyrir 3% múr Ásgeirs. Á sama tíma var upplýst að vextir  gætu jafnvel farið niður í 0% ef veður skipast þannig.

Á milli hugarhvarfa seðlabankastjóra er einungis 1-2 mánuðir. Á þeim stutta tíma dundu engin ytri eða innri efnahagsáföll yfir. Þróun mála hefur verið eftir væntingum sem legið hafa fyrir í langan tíma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Málið er að Ásgeir er með aðgang að bestu mögulega upplýsingum um gang hagkerfisins eins og hugsast getur, en er samt í vandræðum að meta stöðu hagmála. Maður út í bæ gerir betur. Þetta er alvarlegt því heimilin og markaðsaðilar þurfa trausta leiðsögn frá bankanum en ekki hringlanda. Vingulsháttur af þessari stærðargráðu getur verið landsmönnum afar dýr og grefur undan stöðugleika.

Spennandi verður að heyra hvað Ásgeir segir næst eða ætli það sé ekki bara jafnt gott að gá til veðurs og athuga hvaðan vindurinn blæs.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: