- Advertisement -

Vindmyllurnar hans Vilhjálms Egilssonar

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hann er að selja hugmyndina að drita niður mengandi vindmyllum á sérhvern stapa, sem á vegi hans verður. Allt í nafni umhverfisvænna orkuskipta.

Vilhjálmir Egilsson.

Líklega eina undirstöðureglan sem Vilhjálmur Egilsson ber virðingu fyrir er takmarkalaus þjónkun við nýfrjálshyggjuna, öfgakapítalisma. Hann er til í hvað sem er og hefur tekið þátt í ýmsum áróðri án þess að kynna sé málefnin af kostgæfni. Það hefur síðan ekki hindrað hann í að gapa framan í hvern þann sem á vegi hans verður.

Frægust er svaðilförin hans þegar hann var í senn alþingismaður og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Þá barðist Villi tryllti, eins og sumir sveitungar í Skagafirðinum kalla hann, hatramlega fyrir einkavinavæðingu Lands- og Búnaðarbanka. Ferð sem endaði með einu stærsta fjármálagjaldþroti mannkynssögunnar, þegar horft er til höfðatölunnar.

Það sem mér finnst þó lýsa Vilhjálmi best er samtal, sem ég átti eitt sinn við hann. Hann barðist þá á Alþingi fyrir verðtryggingu og vöxtum á námslán, sem æska þjóðarinnar þurfti að taka til að mennta sig. Ég spurði þann tryllta hvort ekki væri þá sanngjarnt að leggja hvoru tveggja á öll námslán í fortíðinni. Svona til að gæta jafnræðis. Hann var sko ekki á þeim buxunum enda sá verðbólgan um að éta hans eigin námsskuldir upp. Fríðindin var hann ekki tilbúinn að gefa eftir. Sem sagt, séra Jónar og Jónur áttu að fá fjárgjafir frá ríkinu á meðan restin borgar í topp. Smartur gaur þessi tryllti Villi.

Þetta sagði hann án þess að hafa orð á því að aðrar þjóðir eru ekki endilega að setja upp vindmyllur í þeim tilgangi að minnka kolefnissporið.

Kjarninn segir núna frá því að Vilhjálmur sé farinn í nýja áróðursherferð engu minni en þá sem setti allt á hliðina ári 2008. Hann er að selja hugmyndina að drita niður mengandi vindmyllum á sérhvern stapa, sem á vegi hans verður. Allt í nafni umhverfisvænna orkuskipta.

Aðspurður, á nýlegum áróðursfundi í Borgarnesi, hvort hann þekkti til útreikninga sem sýndu fram á að kolefnismengun af smíði, uppsetningu og rekstri myndmyllu væri svo mikil að efasemdir væru uppi um að það borgi sig í mengunarlegu tilliti að starfrækja hana. Vilhjálmur, þá nýkominn af vindmyllufjöllum, kannaðist ekki við útreikningana.

Hann hafði aðeins það að segja að þetta gæti bara ekki verið ef aðrir væru byrjaðir að setja upp vindmyllur. Þetta sagði hann án þess að hafa orð á því að aðrar þjóðir eru ekki endilega að setja upp vindmyllur í þeim tilgangi að minnka kolefnissporið. Miklu frekar væri ástæðan að mæta orkuþörf þar sem orkuskortur er til staðar. Verra úrræði væri að borða svartolíu í öll mál. Þetta er dæmigert fyrir Vilhjálm og ekkert mark er á honum takandi!