- Advertisement -

Vinstri græn með nýja fjárgjöf

Allt er nú þetta í boði Vinstri grænna, sem hefur glatað erindi sínu og svikið eigin kjósendur.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Frá og með næstu áramótum hefur persónuafsláttur launþega lækkað um 9,2 prósent á þremur árum eins og myndin sýnir. Á sama tíma tvöfaldast frítekjumark peninga. Þetta ásamt því að borga ekki skatta af nafntekjum peninga tryggir að raunskatthlutfall peninga verður aldrei hærra en 13,7 prósent í þrjú prósent verðbólgu. Á sama tíma verður raunskatthlutfall launþega sem hefur til dæmis 700 þúsund krónur í tekjur á mánuði 27,5 prósent. Hér er um hreinræktaða mismunun á tekjuformum að ræða sem á enga hagfræðilega réttlætingu.

Frítekjumarkið gagnast fyrst og fremst efnafólki og er svo sannarlega ekki eina skattalega sporslan sem launþegar niðurgreiða. Samt notar efnafólk innviði samfélagsins jafnmikið, ef ekki meira. Allt er nú þetta í boði Vinstri grænna, sem hefur glatað erindi sínu og svikið eigin kjósendur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: