- Advertisement -

Vinstri-græn og Fram­sókn sleg­in blindu

Hjörleifur Guttormsson. Fyr­ir dreif­býlið er hér sér­stak­lega mikið í húfi
Mynd: Hringbraut.

„Furðu sæt­ir að VG, flokk­ur sem kenn­ir sig við græna stefnu, skuli hafa gerst þátt­tak­andi í þess­um leiðangri með orkupakka 3, í stað þess að beita sér fyr­ir að styrkja al­manna­eign á orku­auðlind­inni og stilla til um hóf­lega nýt­ingu henn­ar,“ þetta er með því sem lesa má í grein eftir Hjörleif Guttormsson, einn af stofnendum VG og fyrrum ráðherra.

Hjörleifur segir einnig: „Fyr­ir dreif­býlið er hér sér­stak­lega mikið í húfi og því óskilj­an­legt að þeir sem telja sig tals­menn þeirra sem þar þrauka skuli ger­ast ábek­ing­ar á orkupakka 3, þar með talið þinglið Fram­sókn­ar­flokks­ins.“

Hjörleifur er rómaður náttúruverndarmaður. „Í stað þess að breyta Orku­stofn­un í verk­færi í hönd­um ESB ætti að tryggja að stofn­un­in lúti bet­ur al­manna­hags­mun­um en nú ger­ist, þar á meðal um vernd­un og hlífð gagn­vart nátt­úru lands­ins. Annað hef­ur því miður verið upp á ten­ingn­um eins og gagn­rýn­is­laus rannsóknarleyfi til virkjanaund­ir­bún­ings bera ljós­an vott um. Löngu er tíma­bært að færa mál­efni Orku­stofn­un­ar und­ir um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið til að tryggja eðli­legt sam­ræmi og mat á auðlinda­vernd og nýt­ingu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hjörleifur vill að þjóðin verði spurð.

„Áður en til end­an­legr­ar af­greiðslu kem­ur af hálfu Alþing­is í stór­máli sem þessu ætti að telj­ast sjálfsagt að gefa al­menn­ingi kost á að segja sitt álit í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Verði málið knúið í gegn með þeim hætti sem nú stefn­ir í mun það óhjá­kvæmi­lega styrkja þær radd­ir sem nú þegar gera kröfu um löngu tíma­bæra end­ur­skoðun á EES-samn­ingn­um, þar á meðal varðandi kaup á jarðnæði hér­lend­is.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: