- Advertisement -

Vinstri græn taki eigin orð til sín

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eitt kerfi gildir fyrir hina verst settu, en sjálftökukerfi fyrir þingmenn Vinstri grænna.

Vinstri græn:

Fólkið einangrast og verður af stórum hluta daglegs lífs.   

Kosningarslagorð Vinstri grænna er „Það skiptir máli hver stjórnar“. Með slagorðið í huga þá er ágætt að rifja upp að Vinstri græn hafa stutt fyrirkomulagið að kjör öryrkja og fátækra eldri borgara breytist í takt við ársverðbólgu, en ekki kjarasamninga eins og lög kveða á um. Leiðréttingin er ekki afturvirk og kemur til framkvæmda við upphaf árs. Að jafnaði þá kemur leiðrétting því 6 mánuðum of seint og veldur kaupmáttarrýrnun sem því nemur á ári hverju, að öllu öðru óbreyttu. Uppsafnað yfir árin þá hefur skipanin valdið fólkinu búsifjum og ömun. Kjörin hafa dregist aftur úr. Er nú svo komið að framfærslutekjur þessara hópa eru vel undir lágmarkslaunum og mánaðaðarlegir endar ná ekki saman. Fólkið einangrast og verður af stórum hluta daglegs lífs.   

Á sama tíma hafa Katrín Jak, Svandís Svavars og aðrir þingmenn Vinstri grænna þegið kauphækkanir sem taka mið af kjarasamningum og þar áður af ákvörðunum pólitísk skipuðu Kjararáði. Launahækkunin mælist í tugum prósenta. Síðan ætlast Vinstri græn til að fólkið sem býr við hungurlús ljái því atkvæði sitt. Vinstri græn ættu að taka eigið slagorð til greina því flokkurinn kann ekki að meta jafnræði við landsstjórnina. Eitt kerfi gildir fyrir hina verst settu, en sjálftökukerfi fyrir þingmenn Vinstri grænna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: