- Advertisement -

Vitlausasti maðurinn í Seðlabankanum


Árin fyrir hrun. 1. kafli.

Davíð Oddsson í Kastljósi 3.9.2006:

„Auðvitað þóttist ég hafa heilmikla þekkingu og reynslu frá því að vera borgarstjóri of forsætisráðherra lengi og það allt saman en ég komst fljótt að því að þegar maður kemur í nýtt starf að þá er maður vitlausast maðurinn á staðnum í töluverðan tíma. Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðum og ég skyldi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona talsmáta og þess háttar.“ Þarna var Davíð Oddsson nýtekinn við sem bankastjóri Seðlabankans.

„Og það er ekkert að því að vera vitlausasti maðurinn á staðnum ef þú viðurkennir það. Ef þú viðurkennir það þá hættirðu því kannski fljótlega en ef þú viðurkennir það ekki og þykist vera eitthvað betri en þú ert þá verðurðu það bara áfram.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég vil gjarnan að menn séu ríki og allt í lagi með það og svona ákveðin sókn í þau gæði. Það er ekkert nema gott um það að segja. Þau skapa kraft og afl og þess háttar og hugtak eins og eignagleði sem Ragnar vinur minn í Smára nefndi eru góð og gild. En það er bara eins og um annað sem vekur manni gleði hvort sem það er matur, vín eða konur, það þarf að vera hófsemd í þeim efnum til þess að vel fari. Um leið og þetta, eitthvað af þessu, ég tala nú ekki um græðgina, um leið og hún fer út úr öllum böndum að þá verður hún mjög til ills, bæði fyrir viðkomandi og fyrir allt umhverfi viðkomandi. Nú er ég farinn að predika eins og prestur.“

Þrír valdir kaflar úr löngu viðtali. Spyrill var Eva María Jónsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: