- Advertisement -

„Óverðtryggt eða verðtryggt lán, hvort er betra?“

Fórna á verðstöðugleikanum og þrengja gaddaða skuldaól þeirra sem eru með verðtryggð lán og líka þá sem eru með verðtryggða húsaleigusamninga.     

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Gluggatjöldin eru komin niður hjá Bjarna Ben fjármálaráðherra. Undanfarna 10 daga hefur hann ítrekað komið fram og boðað verðbólgu. Nýjasta útspilið tengt þessu er að verðtryggingin verður ekki afnumin fái hann að ráða. Á alþingi sagði hann orðrétt í umræðu um afnám verðtryggingar fjárskulda „Ég vek líka athygli á því vegna umræðunnar um verðtryggð lán að hafi menn raunverulegar áhyggjur af því að verðbólga sé á leiðinni ættu menn ekki að gleyma því að ræða um stöðu þeirra sem hafa tekið óverðtryggð lán í stórauknu mæli á undanförnum árum vegna þess að þeirra greiðslubyrði um hver mánaðamót mun hækka miklu meira en hinna sem hafa verðtryggð lán og njóta í raun og veru skjóls af henni.“

Staðhæfing ráðherrans um að veðtryggingin veiti skjól fyrir skuldarann er glænýtt áróðursbragð til að vernda fjármagnseigendur og ferðaþjónustuna. Fórna á verðstöðugleikanum og þrengja gaddaða skuldaól þeirra sem eru með verðtryggð lán og líka þá sem eru með verðtryggða húsaleigusamninga.     

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem sagt, staðhæfing ráðherrans er falskur áróður.

Á myndinni að neðan ber ég saman þróun mánaðargreiðslna á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Bláa línan sýnir hvernig greiðsluokur verðtryggðra lána fer sívaxandi vegna verðtryggingarinnar. Ég miðaði við breytilega og lága verðbólgu og hófsöm verðbólguskot á nokkurra ára millibili. Brúna línan er síðan óverðtryggt jafngreiðslu lán. Augljóst er af myndinni að þeir sem skulda verðtryggt eru í mikilli hættu nú þegar hleypa á bólgunni upp enda hafa þeir „ekkert skjól“. Myndin liti mun ver út ef verðbólga yrði ekki hófleg, til dæmis ef hún væri að jafnaði 6% sem er um það bil meðaltalið undanfarin 20 ár.

Í dæminu á myndinni er um að ræða 30 milljón króna lán til 40 ára. Óverðtryggða lánið ber 5,2% fasta vexti sem endurskoðast eftir 5 ár og það verðtryggða ber 2,8% vexti. Sá sem er með verðtryggða lánið  borgar á endanum 14 milljón króna meira en hinn sem kaus óverðtryggða fjármögnun. Að núvirði þá eru þetta 9 milljónir króna. Sem sagt, staðhæfing ráðherrans er falskur áróður til að slá á kröfur um að aftengja verðvísitöluna og um leið vill hann verja fjármagnseigendur eins og hans eigin stórfjölskyldu á kostnað launafólks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: