- Advertisement -

Vitringarnir sjö

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Mikið er Ísland heppið að eiga sjömenningana að þegar eitthvað bjátar á. Takk sjálfskipuðu snillingar.

Í þessari grein „Bjarnargreiði sagði ég ykkur frá vitringunum sjö sem tala gegn öllum skynsamlegum sóttvörnum. Vilja helst engar girðingar. Gáfumennirnir hafa vitnað alveg sérstaklega til Bretlandseyja þar sem engar eru sóttvarnirnar og sagt að smitum þar hafi fækkað, sem er rétt. Eða þangað til nýlega. Vitringarnir höfðu engan áhuga á að velta því upp af hverju smitum hafði fækkað. Þar kemur sumarfrí skóla sterkt inn, en ástæðurnar eru fleiri og tímabundnar. Þegar skólar fara aftur af stað þá gæti staðan verið fljót að breytast. Íþróttasamkomur gefa góða vísbendingu um hvað er í vændum á Bretlandseyjum.

Um helgina þá fór enska knattspyrnan á fulla ferð með troðfullum leikvöngum af íþróttaþyrstum áhorfendum. Frá laugardag og fram á þriðjudag þá fjölgaði smitum um rúm 27 prósent og er 17 prósentum hærra en sjö daga meðaltalið. Leiðsögn vitringanna er virkilega traust og sérstaklega þegar veður fer kólnandi með haustinu. Veirur spjara sig nefnilega best við lægra hitastig. Mikið er Ísland heppið að eiga sjömenningana að þegar eitthvað bjátar á. Takk sjálfskipuðu snillingar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: