- Advertisement -

Vonbrigði Guðrúnar Hafsteinsdóttur

Að horfa bara til hægri veldur vonbrigðum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður atvinnurekenda lýsti yfir í Kastljósi á RÚV vonbrigðum með að verkföll væru framundan.

Það er alltaf verra þegar fólk upplifir vonbrigði fremur en uppfyllingu væntinga. Guðrún á því mína vorkun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Benda má Guðrúnu á að besta vörnin gagnvart vonbrigðum er raunsæi. Ekki byggja upp skýjaborgir, fallið er svo hátt.

Það er ógrundað hjá Guðrúnu að ætlast til að láglaunafólk fallist á kjararýrnun á sama tíma og efstu lög kjarastigans þjóta upp. Þannig að Guðrún hefur verið óraunsæ. Að horfa til hægri og vinstri er raunsæi. Að horfa bara til hægri veldur vonbrigðum.

Hvernig Guðrún gerði sér í hugarlund að boð um kjararýrnun hjá láglaunafólki væri á dagskrá er óraunsæi. Guðrúnu finnst sanngjarnt eftir sára kjarabaráttu síðustu aldar fyrir hærra tímagjaldi í yfirvinnu og helgarvinnu að fara fram á að fólk fái dagvinnutaxta á kvöldin og um helgar. Má búast við að næsta skref verði að þeir sem vinna á nóttunni vinni ókeypis. Væntingar Guðrúnar voru óraunsæjar.

Guðrún getur ekki réttlætt fyrir sér að hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að hún var óraunsæ. Af þessum ástæðum er yfirvofandi verkfall í boði atvinnurekenda, en ekki launþega.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: