- Advertisement -

Vöxtur ekki samdráttur!

Hafa hinir sömu fyrir vikið misst sinn trúverðugleika.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í vetur hömruðu forkólfar atvinnulífsins ítrekað á því að ekki væri svigrúm til launahækkana hjá launalægstu stéttunum. Í þessu samhengi voru þernur mikið í kastljósinu. Framverðir ferðaþjónustunnar töluðu um samdrátt í bókunum. Til að styðja við mál sitt var WOW air vopninu beitt þar sem félagið var búið að skera flugflotann niður um helming.

Aðilarnir voru staðráðnir í að telja fólki trú um að fram undan væri samdráttur og erfiðir tímar. Gekk áróðurinn svo vel að ýmsir innlendir jötnar á sviði hagspáa reiknuðu sig niður í efnahagslegan samdrátt.  

Sjálfur hef ég verið á öndverðum meiði. Setti ég fram eigin hagspá á vettvangi Miðjunnar um að hagvöxtur ársins fari ekki undir 1,8%.

Í gær 31. maí voru birtar tvær athyglisverðar hagtölur. Sú fyrri segir að raun-hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 1,7% samanborið við sama tímabil árið 2018. Sú seinni segir að gistinóttum á hótelum hafi fjölgað um 3% á 12 mánaða tímabili sem endaði í apríl. Varðandi nýliðinn apríl þá segir að gistinóttum allra gististaða hafi fækkað um aðeins 6% miðað við sama tíma í fyrra. Það er ágæt útkoma enda var árið 2018 mjög gott í ferðaþjónustunni.

Það verður að segjast að ýmsir aðilar eru óvenju grófir í sínum falska áróðri. Hafa hinir sömu fyrir vikið misst sinn trúverðugleika.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: