- Advertisement -

Willum Þór með falskan barlóm!

Willum Þór Þórsson framsóknarmaður var snakillur og vælandi í Kastljósi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands stendur í u.þ.b 800 milljörðum og er 352% meiri en hann var árið 2007 (árið fyrir hrunið). Það ár var forðinn 163 milljarðar. Á sama tíma stækkaði hagkerfið um 103%. Þarna munar 469 milljörðum miðað við ef forðinn hefði þróast eins og hagkerfið.

Það er ekki óeðlilegt að spyrja sig hvort forðinn sé orðinn of stór og hvort ríkið geti losað þarna um fé?

Hægt er að sækja fé hjá seðlabankanum þar sem flæðir upp úr fjárhirslum.

Ágætt er að taka samanburð við rússnesku rúbluna og nýlegar hræringar í kringum hana. Árið 2014 hrundi gengi rúblunnar um 58% á örskömmum tíma. Rússneski seðlabankinn greip ítrekað inn í og hækkað stýrivexti upp í 17%. Þetta voru svipaðar aðstæður og voru í kringum krónuna í hruninu árið 2008.

Sem hlutfall af landsframleiðslu þá er gjaldeyrisforðinn á Íslandi 47% meiri en forðinn var hjá Rússum þegar gjaldeyriskrísan reið þar yfir. Það eru engin hagfræðileg rök fyrir því að íslenski forðinn þurfi að vera svona miklu stærri hlutfallslega en sá rússneski. Þannig að hér getur ríkið losað um hundruð milljarða sem nota má í þarfari hluti en geyma í yfirfullum sparibauk seðlabankans. Hér á ég við samfélagsmál, lækka erlendar skuldir og vaxtabyrði ríkisins.

Það var því undarlegt þegar formaður fjárlaganefndar hann Willum Þór Þórsson framsóknarmaður var snakillur og vælandi í Kastljósi 19. júní síðastliðinn. Þar sagði hann að nægir peningar væru ekki til og því þyrfti að skera niður í ríkisútgjöldum. Og þá aðallega hjá breiðu bökum þjóðfélagsins, öryrkjum og öldruðum. Svona falskur barlómur er ekki líðandi og sæmir ekki formanni fjárlaganefndar.

Nú er vinna að hefjast við fjárlög næsta árs. Það væri því sómasamlegt ef Willum Þór hugsaði sig tvisvar um áður en hann byrjar aftur að væla um niðurskurð til málefna öryrkja og aldraðra. Hægt er að sækja fé hjá seðlabankanum þar sem flæðir upp úr fjárhirslum. Frægur og leynilegur samningur um starfslok framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins endurspeglar þetta yfirflæði svo vel!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: