- Advertisement -

Willum Þór snakillur í Kastljósi!

Já, það er ekki sama Jón og séra Jón hjá hinum önuga Willum Þór.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Framsóknarmaðurinn og formaður fjárlaganefndar Alþingis hann Willum Þór Þórsson mætti í Kastljósið í gærkvöld og var snakkillur. Umræðuefnið yfirvofandi niðurskurður ríkisútgjalda. Nei, fyrirgefið, Willum Þór kallar þetta að draga úr aukningu útgjalda eða draga úr jákvæðri afkomu ríkissjóðs inn á árið. Vá, orðhengilshátturinn í einum manni. Hann var eitthvað tötsí.

Formanninum var líka mjög í mun að segja að það væri aukning í útgjöldum til öryrkja þrátt fyrir að hann sé að leggja fram drög að niðurskurði frá núgildandi áætlun til málaflokksins upp á 4,5 milljarða á ári næstu fimm árin eða samtals um 22,5 milljarða. Honum fannst mikilvægt að staðhæfa að útgjöld til þessa málaflokks hafi aukist um 22% frá árinu 2017, en sleppti alveg að nefna að málaflokkurinn var búinn að vera í frosti allt frá hruni. Hann sleppti einnig að nefna að þingmenn og ráðherra fengu nýlega 45% launahækkun og svo sleppti hann líka að tala um hvernig útgjöld til reksturs Alþingis mun breytast þar sem hann sjálfur starfar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Willum Þór er framsóknarmaður talaði um að tilfærslukerfin væru að vaxa hratt, en fjallaði ekkert um það hvort framleiðslustyrkir til landbúnaðar sæti niðurskurði. Að jafnaði fær hvert lögbýli í landinu 437.000 krónur í mánaðarlegan styrk á meðan öryrkinn fær 230.000 krónur.

Já, það er ekki sama Jón og séra Jón hjá hinum önuga Willum Þór. Um að gera að níðast áfram á breiðu bökunum. Stórmannlegt af honum að vera holdgervingur mannúðar og hlífa sjálfum sér og bændum við breyttum aðstæðum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: