Fréttir

XD: Þarf að endurskoða byggingarétt Félags eldri borgara?

By Miðjan

August 18, 2019

„Hefur þetta fordæmi ekki áhrif á aðrar úthlutanir til óhagnaðardrifinna félaga?“ Þannig spyrja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vegna vandræða Félags eldri borgara við Árskóga.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru hugsi yfir stöðunni sem uppi er við fjölbýlishúsanna sem Félag eldri borgara byggði við Árskóga.

„Eru ekki brostnar forsendur fyrir úthlutun borgarinnar til Félags eldri borgara (FEB) við Árskóga?“ Þannig spyrja þeir og gott betur:

„Hefur þetta fordæmi ekki áhrif á aðrar úthlutanir til óhagnaðardrifinna félaga? Hafa skapast forsendur til að endurskoða verð á byggingarrétti þar sem FEB hefur gefið leyfi til endursölu á almennum markaði? Hver er ástæða fyrir þeim drætti sem varð á afhendingu lóðarinnar sem jók á kostnað íbúðanna.“