- Advertisement -

Yfirburðir og klúður

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Fór svo að flokkurinn fékk ekki nema 8 prósent atkvæða og er næst minnstur flokka á Alþingi. Aðeins Miðflokkurinn, með sína klausturdóna, er minni.

Samkeppnishæfasta hagkerfi veraldar, það danska, var með 2.2 prósent ársverðbólgu í september á sama tíma og bólgan var 4,4 prósent á Íslandi. Hverju sætir? Fyrst og fremst er það stöðugleikinn sem Danir fengu með því að binda sína krónu með rembihnút við evruna. Árangur Dana á þessu sviði hefur óumdeilt lagt grunninn að velgengni landsins á öðrum sviðum undanfarin 20 ár.

Stýrivextir í Danmörku eru mínus 0,6 prósent á meðan þeir eru plús 1,5 prósent á Íslandi. Og raunstýrivextir hafa verið neikvæðir í Danmörku síðastliðin 7 ár þvert á það sem Katrín Ólafsdóttir meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur alhæft að sé ekki hægt. Hækkandi stýrivextir á Íslandi hækka kostnað og gera næstu kjarasamninga erfiða. Með evru þá væru vextir ekki að hækka og verðbólga betur tamin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í nýliðinni kosningabaráttu þá var aðalstefnumál Viðreisnar að festa íslensku krónuna við evruna eins og Danir gera. Flokknum tókst að glutra málinu niður vegna þess að löglærðir frambjóðendur flokksins voru  ósannfærandi, kunnu illa skil á efninu. Þekkingarleysið fór illa í kjósendur. Fór svo að flokkurinn fékk ekki nema 8 prósent atkvæða og er næst minnstur flokka á Alþingi. Aðeins Miðflokkurinn, með sína klausturdóna, er minni.

Það fór einnig illa í kjósendur þegar annar tveggja mögulegra frambjóðenda Viðreisnar sem getur talað af dýpt um evruna var sparkað inn í læstan kústaskáp nokkrum vikum fyrir kosningar. Sat hann þar múlbundinn alla kosningabaráttuna. Endurnýja verður í forystu Viðreisnar ef flokkurinn á ekki að leggjast af.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: