Undirbúa sölu Leifsstöðvar

Sala flugstöðvarinnar hefur m.a. verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks í talsverðan tíma.

„Það
hafa átt sér stað þreifingar við ríkið undanfarin misseri þar sem þetta mál
hefur verið til skoðunar,“ segir Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða
fjárfestinga slhf.“ Þetta úr frétt í viðskiptakálfi Moggans í morgun.

Þar
segir og: „Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar þátttöku lífeyrissjóðanna í
fjármögnun og eignarhaldi á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem er nú að fullu í
eigu ríkisins.“

Í
fréttinni er bent á rót málsins: „Málið hefur í ófá skipti komið til umræðu
undanfarin ár, en sala flugstöðvarinnar hefur m.a. verið á stefnuskrá
Sjálfstæðisflokks í talsverðan tíma.“

„Ég
held að sala væri skynsamlegust fyrir alla aðila og tel mögulegt að hún geti
orðið að veruleika. Frá því að ákvörðun er tekin geta hins vegar liðið nokkrir
mánuðir þar til flugstöðin er að hluta komin í eigu annarra aðila,“ segir Ómar.