- Advertisement -

Andlitsmálning getur verið skaðleg

Mikilvægt er að vanda valið við kaup á andlitslitum fyrir öskudaginn. Andlitslitir geta innihaldið litarefni, ilmefni og rotvarnarefni sem geta verið varasöm. Mörg litarefni og ilmefni geta valdið ofnæmi eða verið ertandi og geta rotvarnarefni eins og paraben haft hormónaraskandi áhrif. Litirnir skulu vera CE merktir og á umbúðum þeirra skulu vera upplýsingar um innihaldsefni svo að hægt sé að forðast liti með ákveðnum efnum.

Paraben geta farið inn um húðina og meðal annars haft hormónahermandi áhrif í vefjum líkamans með því að líkja eftir estrógeni og öðrum hormónum. Athygli er vakin á því að nýlega var framleiðsla snyrtivara með eftirfarandi gerðum parabena bönnuð hér á landi og annarsstaðar í Evrópu og verður bannað að selja snyrtivörur sem innihalda þau paraben eftir 30. júlí nk.: Isoprobylparaben, Isobutylparaben, Phenylparaben, Benzylparaben og Pentylparaben.

Umhverfisstofnun hvetur fólk að hafa samband við stofnunina ef þau sjá liti í verslunum sem uppfylla ekki kröfur t.d. um merkingar.

Sjá frétt á vef Umhverfisstofnunar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: