- Advertisement -

Yfirgengilega hallærislegt og heimskt

Gunnar Smári skrifar:

Við getum kosið það burt.

Þetta er mest vaxandi hluti fjölmiðlunar á Íslandi í dag. Launaðir starfsmenn stjórnmálaflokkanna, kostaðir af almannafé sem forysta flokkanna sækir í ríkissjóð, ræða við forystufólkið. Það er ekki bara Miðflokkurinn sem heldur svona úti heldur allir flokkarnir á þingi. Þetta er í raun lang stærsta aðgerð forystu flokkanna gagnvart veikri stöðu fjölmiðla í samfélaginu á síðari árum og þar með veikingu almennrar umræðu; að draga til sín almannafé til framleiða svona drottningaviðtöl við forystufólkið. Stefna þeirra er því í raun sú sama og kínverska kommúnistaflokksins og konungsfjölskyldunnar í Saudí Arabíu; að flytja sjónarhól umræðunnar frá almenningi og upp í hásæti hinnar ríkisreknu stjórnmálaforystu.

Auðvitað er ekki annað hægt að en að hlægja að þessu, þetta er svo yfirgengilega hallærislegt og heimskt. En samt freistast maður til að fussa svolítið í leiðinni, því þetta er svo yfirgengilega ósvífið; að stjórnmálaforystan ryðist fram fyrir hina þurfandi í röðinni við ríkissjóð og sæki sér fé til sjálfstignunar. Þarna er Sigurður Már Jónsson starfsmaður Miðflokksins á launum frá Alþingi að tala við formann sinn eins og hann sé stórkostlegur stjórnvitringur, hugsuður og leiðtogi.

Hvernig getum við losnað við þetta sjálfmiðaða fólk sem gengur í sjóði okkar? Við getum kosið það burt.