- Advertisement -

„Aðförin„ að Seðlabanka Davíðs

Var það vegna þessa að Bjarni vildi umfram allt verja Davíð Oddsson í Seðlabankanum? Var það þess vegna sem hann sagði aldrei ætla að fyrirgefa þeim sem stóðu að lagabreytingunni um Seðlabankann?

-sme

Fyrir nokkrum árum sagði Bjarni Benediktsson við mig að hann ætlaði aldrei að fyrirgefa því fólki sem setti lög um Seðlabankann til þess eins að koma Davíð, og hinum tveimur bankastjórunum, út úr bankanum. Lögunum var breytt í tíð vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms J. Í þeirri ríkisstjórn sátu þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.

Jón Ingi Hákonarson.

Í millitíðinni er sem ákveðin fyrirheit Bjarna hafi fokið burt. Ég rifja þetta upp vegna þess að Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1 upplýsti að fyrirtækið hafi ekki getað greitt fyrir olíufarm þegar fáir menn höfðu keyrt Ísland niður úr öllu velsæmi. ekki síst stjórnendur N1. Bjarni Benediktsson var einn þeirra. Jón Ingi Hákonarson skrifar grein á Vísi. Hann bendir á að hin olíufélögin tvö hafi getað fengið olíu og fengu. Bara ekki N1. Jón Ingi var gáttaður á að lesa viðtalið við Hermann. „Hann kýs að halda því utan við frásögnina að hér voru fleiri olíufélög sem gátu afgreitt olíufarma í samstarfi við sína viðskiptabanka og viðskiptafélaga. Ekki þurfti aðkomu Seðlabankastjóra í þeim tilvikum,“ skrifar Jón Ingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér sést hvar valdið liggur.

Þá að hlutverki Seðlabanka: „Hann kýs að halda því utan við frásögnina að Seðlabankanum er einungis ætlað að vera í viðskiptum við viðskiptabanka en ekki fyrirtæki og einstaklinga. Það eitt og sér, að Seðlabankastjóri hlaupi undir bagga með ógjaldfæru fyrirtæki í samkeppnisrekstri vegna vináttu og kunningskapar við forstjóra og stjórnarformann félagsins hafi í raun og veru verið sýningargluggi inn í þá miklu spillingu og frændhygli sem einkennir þetta samfélag okkar,“ skrifar Jón Ingi.

Og svo þetta: „Það sem ég heyrði í þessu viðtali var frásögn af því þegar óheilbrigðir viðskiptahættir, frændhygli og spilling mætti eðlilegum og varfærnum viðskiptaháttum. Það að Norðmenn hafi ekki viljað treysta ógjaldfæru fyrirtæki fyrir 23 milljónum dollara eru eðlilegir viðskiptahættir. Það að Seðlabankastjóri greiði fyrir olíufarm er það ekki.

Ég er þakklátur olíuforstjóranum fyrrverandi fyrir að leyfa okkur að sjá frá fyrstu hendi hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvernig heilbrigðir viðskiptahættir eru í raun fjarri Íslandsströndum. Hér sést hvar valdið liggur. Þegar öllu er á botninn hvolft liggur valdið hjá þeim sem hafa aðgang að gjaldeyri.“

Nú er spurt. Var það vegna þessa að Bjarni vildi umfram allt verja Davíð Oddsson í Seðlabankanum. Var það þess vegna sem hann sagði aldrei ætla að fyrirgefa þeim sem stóðu að lagabreytingunni um Seðlabankann.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: